Sniðtilraunir og búningagerð

 Á námskeiðinu verður lögð áhersla á tilraunir í sniðútfærslum með áherslu á búningagerð úr endurnýttum textílefnum. Unnið verður með upplýsingaöflun, hugarkort og hugmyndaspjöld auk þess sem þátttakendur vinna að munsturgerð á efni með ýmsum textílaðferðum með nýsköpun að leiðarljósi. 
Hæfniviðmið: 
Að loknu námskeiði á þátttakandinn að
· vera fær um að beita upplýsinga-, hugmynda- og tilraunavinnu við mótun og úrvinnslu hugmynda
· hafa dýpkað þekkingu sína og skilning á sniðaútfærslum með áherslu á nýsköpun í búningagerð 
· hafa kynnst ýmsum textílaðferðum til að nýta til munsturgerðar á endurnýttum textílefnum
 
Kennari á námskeiði: Ásdís Jóelsdóttir lektor í textíl við MVS
 
Námskeiðið er í boði fyrir:
· textílkennara
· aðra kennara og háskólanemendur sem hafa grunn í sníðagerð og saumum
Fjöldi á námskeiði:  12 þátttakendur (lágmarksfjöldi eru 10 þátttakendur)
 
Dagsetningar á námskeiðinu eru eftirfarandi tvær helgar:
29. og 30. september
13. og 14. október
 
 
Tímasetningar á námskeiðinu eru:  föstudagar 29. 09. og 13. 10.  kl. 14-17 og laugardagar  30.09. og 14.10. kl. 10-14 
 
Staður: Listgreinahúsið Skipholt 37, 2. hæð.
Verð: 63 000,-
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is