Um stofuna

Rannsóknastofa um stærðfræðimenntun var stofnuð 24. júní 2008. Stofan myndar umgjörð um rannsóknir á fræðasviðinu stærðfræðimenntun. Um þessar mundir fjalla rannsóknir aðstandenda stofunnar aðallega um stærðfræðikennslu og -nám, unnar m.a. með myndbandsupptökum og viðtölum, og rannsókn á notkun tölvuforrita í kennslu. Ennfremur eru stundaðar sagnfræðirannsóknir, þar á meðal á sögu íslenskra kennslubóka í reikningi. Annar þáttur verkefna stofunnar eru samskipti við aðra aðila sem fást við stærðfræðimenntun, innlenda og erlenda.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is