Útgáfa

Vegleiðsla til talnalistarinnar

Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Vegleiðsla til talnalistarinnar eftir Kristínu Bjarnadóttur, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Vegleiðsla til talnalistarinnar geymir þrettán greinar, flestar um íslenskar kennslubækur í reikningi. Greinarnar voru ritaðar á árabilinu 2004–2013. Fyrsta heildstæða íslenska reikningsbókin var gefin út 1780 en frá um 1870 tók hver reiknings­bókin við af annarri, hægt í fyrstu en með vaxandi þunga í upphafi tuttugustu aldar. Öldur alþjóð­legrar hreyfingar um „nýja stærðfræði“ bárust uppúr 1960. Í hönd fóru væntingar um betri kennslu og meiri skilning. Margir hrifust með og meira námsefni var samið en nokkru sinni fyrr. Árangurinn varð ekki sá sem vænst var. Voru kenningarnar gallaðar, kennarar, foreldrar og almenningur of íhaldssöm eða var kynningin ekki heppileg? Ástæður þess eru ræddar en einnig jákvæðar afleiðingar þróunarstarfsins.

Kristín Bjarnadóttir hefur kennt stærðfræði og eðlisfræði við grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla frá 1965 og ritað doktorsritgerð um sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi út frá félagslegum og efnahagslegum forsendum.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is