Stærðfræði á hreyfingu (miðstig)

Stærðfræði á hreyfingu (miðstig)Book Math on the move

Nú á þessu ári kom út bókin Math on the move þar sem unnið er með algebru í gegnum hreyfingu. Unnið er út frá því að nemendur búi til mynstur hreyfinga, segi frá því og skrái. Þetta er efni sem hentar sérlega vel á miðstigi en getur nýst á öllum skólastigum. Á námskeiðinu verður sagt frá þessum hugmyndum, þær prófaðar og hugað að hvernig skipuleggja má vinnu út frá þeim í stærðfræðikennslu. Math on the move er eftir Malke Rosenfeld. Hún er gefin út af Heinemann. 

Kennt verður fimmtudagana 26. október og 2. nóvember í stofu K 103 á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð. Kennslutími er kl. 15-17 báða dagana. Um er að ræða eitt námskeið þar sem mæting er í tvö skipti.

Kennarar: Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt og Guðbjörg Pálsdóttir dósent á Menntavísindasviði HÍ. 

Skráning fer fram hér og nauðsynlegt er að greiða áður en námskeið hefst.

 Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Þátttakendur fá senda greiðsluseðla.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is