Stærðfræðinám á listasafni (eldri deildir leikskóla og yngsta stig grunnskóla)

Stærðfræðinám á listasafni (eldri deildir leikskóla og yngsta stig grunnskóla)

Háskóli ÍslandsListamenn nýta stærðfræði mikið við listsköpun sína og áhugavert er að skoða listaverk með gleraugum stærðfræðinnar. Námskeiðið er tvískipt. Í fyrra skiptið verður hist á listasafni Ásmundar Sveinssonar og sýningin þar skoðuð. Gefin verða dæmi um hvernig vinna má með börnum á aldrinum 4-9 ára með stærðfræði út frá listaverkunum. Námskeiðið er unnið í samstarfi við safnkennara í Reykjavík og geta kennarar svo unnið áfram með þeim síðar og farið með hóp barna á safnið. Í seinna skiptið verður rætt um reynsluna og unnið með nýjar hugmyndir. Reynsluna ættu kennarar að geta notað með nemendum á öðrum sýningum.

Kennt verður mánudaginn 13. nóvember á listasafni Ásmundar Sveinssonar og mánudaginn 27. nóvember á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð í stofu K 103. Kennslutími er kl. 15 – 17 báða dagana. Um er að ræða eitt námskeið þar sem mæting er í tvö skipti.

Kennarar: Kristína Ragnarsdóttir kennari í Háteigsskóla og Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt á Menntavísindasviði HÍ.

Skráning fer fram hér og nauðsynlegt er að greiða áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Þátttakendur frá sendan greiðsluseðil.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is