Rannsóknir

Starfendarannsóknir
 
Starfendarannsóknir hafa verið að hasla sér völl hér á landi á undanförnum misserum, bæði innan háskólasamfélagsins og á vettvangi skóla almennt. Námskeið um starfendarannsóknir er nú fastur liður í starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og vaxandi fjöldi nemenda í meistaranámi hefur valið að sníða lokaverkefnum sínum búning starfendarannsókna. Þá hefur starfsfólk í skólum farið að stunda slíkar rannsóknir. Menntaskólinn við Sund reið á vaðið árið 2005 en síðan hafa nokkrir skólar bæst í hópinn og má þar nefna Verslunarskóla Íslands, Borgarholtsskóla og Menntaskólann á Laugarvatni. Í nefndum skólum hafa kennarar og jafnvel aðrir úr starfsliði skólanna, til dæmis stjórnendur, náms-ráðgjafar og bókasafnsfræðingar, myndað rannsóknahópa sem koma saman reglulega í því skyni að ræða um og rýna í rannsóknir þátttakenda.   
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is