Áföll í nemendahópnum

Markmið: 
Megintilgangur námskeiðsins er að taka til umfjöllunar hvernig best sé að bregðast við þegar ýmis áföll koma upp í nemendahópnum s.s. sjúkdómar, slys eða dauðsföll. 
 
Viðfangsefni: 
Rætt verður um hvernig kennarinn og skólinn geta brugðist við og stutt við bakið á einstaklingum og hópum við erfiðar aðstæður. Fjallað verður m.a. um viðbrögð barna og unglinga í erfiðum aðstæðum, viðbrögð kennara og ýmsar leiðir sem kennarar geta farið til að hjálpa nemendum að vinna úr sínum vanda. Einnig verða teknar til meðferðar aðgerðaáætlanir svo skólar séu undirbúnir að mæta skyndilegum áföllum.
 
Vinnulag: 
Fyrirlestrar og umræður 
 
Umsjón:
Gunnar E. Finnbogason, prófessor
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is