Fagleg forysta

Námskeið fyrir fræðslustjóra eða aðra stjórnendur skólamála í sveitarfélaginu og skólastjórnendur um faglega forystu breytingastarfs í skólum. Lágmarksfjöldi er 15 manns.

Markmiðið er að þátttakendur kynnist helstu hugmyndum og aðferðum um árangursríkt umbótastarf í skólum og fái þjálfun í að beita þeim við að leiða breytingastarf á eigin starfsvettvangi. Nálgunin byggist á kenningum um skólann sem lærdómssamfélag. Umsjónarmaður er Anna Kristín Sigurðardóttir en aðrir sérfræðingar eru einnig kallaðir til.

Vinnulag og tímaáætlun (dæmi, umfang er samkomulagsatriði):

Vinnulag:

Þátttakendur vinna að raunverulegu verkefni sem felst í að vinna að ákveðnu umbótaverkefni í eigin skóla. Um getur verið að ræða verkefni sem er á upphafsreit eða eitthvað sem þegar er komið af stað. Verkefnið er valið eftir fyrsta fund.

Átta sameiginlegar vinnustofur verða skipulagðar yfir skólaárið auk þess sem hverjum skóla stendur til boða stutt námskeið/fyrirlestur/ráðgjöf einu sinni (tvisvar) yfir skólaárið sem aðlagað er að þörfum skólans og tengist þeim verkefnum sem stjórnendur hafa ákveðið að einbeita sér að í tengslum við námskeiðið.

Á vinnustofum eru skipulagðir stuttir fyrirlestrar en megin áhersla er á gagnkvæma miðlun og umræður meðal þátttakenda. Gert er ráð fyrir að þátttakendur lesi skilgreindan fræðilegan texta (á íslensku eða ensku) á milli funda (verður ekki of mikið).

Tímaáætlun (dæmi):

 

Tímasetning

Viðfangsefni

Staðsetning

1

Dagur í september
13.00-15.30

Að skerpa eigin áherslur og framtíðarsýn

 

2

Dagur í október
13.00-15.30

Skóli sem lærdómssamfélag í tengslum við umbótastarf

 

3

Dagur í nóvember
13.00-15.30

Stefnumótun, markmiðssetning og áætlanagerð

 

4

Dagur í janúar
10.00-12.30

Að stuðla að virku samstarfi innan og milli skóla

 

5

Dagur í febrúar
13.00-15.30

Markviss nýting á gögnum og rannsóknarniðurstöðum til að styðja við umbótastarf

 

6

Dagur í mars
10.00-12.30

Samskipti og boðleiðir í starfsmannahópnum

 

7

Dagur í maí
13.00-15.30

Starfsþróun sem styður við umbótastarf

 

8

Dagur í júní
9.00-14.00

Uppskeruhátíð

 

Æskilegt er að þátttakendur leggi áherslu á að geta verið á öllu námskeiðinu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is