Gifs, steinleir og postulín

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á tæknivinnu við gerð einfaldra gifsmóta fyrir steinleir og postulínsmassa.  
Þátttakendur móta fyrst  form í leir og steypa gifs yfir þau. Síðan leggja þeir leir í gifsmótin eða hella leirmassa í þau. Þegar líða tekur á námskeiðið verða hlutirnir glerjaðir og brenndir. Upplýsinga- og hugmyndavinna fer fram á Facebook. Í lok námskeiðs verður vinnustofusýning og umræður. 
 
 
Kennari:
Kristín Ísleifsdóttir stundakennari við Menntavísindasvið HÍ og höfundur bókanna Leirmótun- keramik fyrir alla og Leirmótun-verkefni fyrir alla.
 
Tími:
Mánudagana 11.09. og 18.09. kl.18-21 Fimmtudagana 7.09. og 28.09. kl.16-19 og laugardaginn 7.10. kl.11-13.
 
Staður: 
Listgreinahúsið Skipholt 37, 1. hæð.
Nánari upplýsingar um innihald námskeiðs veitir Kristín í ki@hi.is 
 
Verð:
66 000,- efniskostnaður er innifalinn
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is