Leiðtoginn í skólastofunni

Markmið:
 Námskeiðinu  Leiðtoginn í skólastofunni er ætlað að efla vitund kennarans um eigin leiðtogafærni. Á námskeiðinu verða kynntar hugmyndir um mikilvægi  tilfinningagreindar fyrir leiðtoga. Fjallað verður um hvað einkenni leiðtoga og hvernig heimfæra má þau einkenni inn í kennslustofuna og aðlaga að störfum kennara. Einnig fá kennarar ákveðin greiningatæki í hendur sem sýna þeim fram á hvaða athafnir öðrum fremur styrkja og efla leiðtogamynd þeirra. 
 
Viðfangsefni
Kynnt verða:
• helstu einkenni leiðtoga 
• mikilvægi tilfinningagreindar fyrir leiðtoga
• mikilvægi viðhorfs,orðavals og líkamstjáningar á störf leiðtoga
 
Vinnulag:
Námskeiðið er byggt upp á tveimur fyrirlestrum og verkefnum sem geta opnað augu þátttakenda fyrir því hvort  þeir nýta sér leiðtogahæfileika sína í daglegum störfum sínum. Námskeiðið  er 8 kennslustundir.
 
Kennarar: Edda Kjartansdóttir og Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is