Námskeið fyrir stærðfræðileiðtoga á miðstigi og yngsta stigi

Veturinn 2020-21 býðst skólum að taka þátt í námskeiði um þróun stærðfræðikennslu á miðstigi og yngsta stigi grunnskólans á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Um er að ræða tvö námskeið um hugtakaskilning í stærðfræði, eitt fyrir yngsta stig og annað fyrir miðstig. Uppbygging námskeiðsins er þannig að skólinn sendir 1-2 leiðtoga á námskeið. Leiðtogarnir mæta í 6 skipti á námskeið. Á námskeiðinu er farið yfir hlutverk leiðtogans og kynnt efni til að nota í vinnu með samkennurum. Milli skipta halda leiðtogar tvo fundi og allir þátttakendur prófa afmörkuð viðfangsefni í stærðfræðikennslu sinni. Kennt verður á fimmtudögum frá kl. 14-17 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Mögulegt er að taka þátt gegnum net. Námskeiðsdagar verða: 03.09., 24.09., 05.11., 14.01., 04.03. og 20.05.

Framlengdur umsóknarfrestur er til 23. júní 2020 og má sjá nánari upplýsingar í kynningu hér fyrir neðan.
Skráning á https://bit.ly/3djsSha

Gert er ráð fyrir að skólinn greiði 100.000 krónur fyrir hvort námskeið. Námskeiðsgjöld hafa verið felld niður vegna styrks frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Búið er að greiða námskeiðsgjald fyrir skóla Reykjavíkurborgar af Þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur.

Sjá má nánari upplýsingar á kynningarblaði í viðhengi. Guðbjörg Pálsdóttir (gudbj@hi.is) og Jónína Vala Kristinsdóttir (joninav@hi.is) veita nánari upplýsingar og taka við fyrirspurnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is