Námskeið fyrir stærðfræðileiðtoga á miðstigi og yngsta stigi

Veturinn 2019-20 býðst skólum að taka þátt í námskeiði um þróun stærðfræðikennslu á miðstigi og yngsta stigi grunnskólans á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeiðin Stærðfræði og upplýsingatækni fyrir miðstig og Umræður og opin verkefni fyrir yngsta stig. Uppbygging námskeiðsins er þannig að skólinn sendir 1-2 leiðtoga á námskeið. Leiðtogarnir mæta 7 skipti á námskeið en vinna með samkennurum sínum að þróun stærðfræðikennslu í eigin skóla á milli skipta. Kennt verður á fimmtudögum frá kl. 14-17 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Mögulegt er að taka þátt gegnum fjarfundabúnað. Námskeiðsdagar verða: 29.08., 19.09., 03.10., 07.11., 16.01., 05.03. og 07.05.

Gert er ráð fyrir að skólinn greiði fyrir sína leiðtoga, kr. 100.000 fyrir hvort námskeið. Umsóknarfrestur er til 12. júní og má sjá nánari upplýsingar í kynningu hér fyrir neðan. Guðbjörg Pálsdóttir (gudbj@hi.is) tekur við skráningum og fyrirspurnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is