Námskeið um einingakubba og stærðfræði í leikskólastarfi.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að þáttakendur kynnist því hvernig daglegt starf í leikskólanum getur verið uppspretta viðfangsefna sem tengjast stærðfræði. Í frjálsum leik og skipulögðu starfi takast börnin á við verkefni þar sem beita þarf stærðfræði. Þáttakendur læra að greina þau tilefni sem gefast til nánari úrvinnslu og kynnast fjölbreytilegum vinnubrögðum sem nota má til að hjálpa börnunum til að þróa skilning sinn og færni á sviði stærðfræði.  
 
Viðfangsefni 
Fjallað verður sérstaklega um byggingarleiki og einingakubbar (unit blocks) kynntir í því samhengi. Þá verður fjallað um hvernig samþætta má vinnu með stærðfræði við tónlist, myndlist, hreyfingu, sögur, ljóð og frásagnir barnanna. Sjónum verður sérstaklega beint að mynstri, flokkun, röðun, hlutföllum, lögun, stærð, fjölda, rökhugsun og skilningi á hugtökum.
 
Námskeiðið er 20 stundir.
 
Kennari
Jónína Vala Kristinsdóttir
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is