Opin námskeið á haustmisseri 2019

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er boðið upp á opin námskeið á haustmisseri 2019.

Námskeiðin eru öll einingabær og ætluð þeim sem lokið hafa bakkalárgráðu, að lágmarki, á þeim fræðasviðum sem Menntavísindasvið menntar.

Ekki þarf að vera innritaður í nám við Háskóla Íslands til að geta skráð sig í þessi námskeið en þau eru samt sem áður metin til eininga sé þeim lokið með tilskildum árangri.

Námskeiðslýsingar má sjá með því að smella á heiti námskeiðanna hér að neðan. Þar kemur líka fram ef námskeiðið er ætlað ákveðnum hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2019.

Skráningargjald er 55.000 kr. Greiðsla staðfestir umsóknina og þarf að berast í síðasta lagi 15. júlí 2019.

Ef fólk skráir sig í tvö námskeið er skráningargjald 75.000 kr. Ekki er leyfilegt að skrá sig í fleiri en tvö námskeið.

Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir - esteryj@hi.is

 

Hér neðst á síðunni er hlekkur á skráningarsíðu.

 

Fullorðinsfræðsla og starfsþróun

Fræðslustarf, nýsköpun og atvinnulíf10e

Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra10e

List- og verkgreinar

Fata- og nytjahlutahönnun10e

Leiklist, sögur og frásagnir10e

Leiksmiðja, sköpun í starfrænum heimi10e

Málun og teiknun10e

Rannsóknar og þróunarvinna í list- og verkmenntun10e

Silfursmíði10e

Textílaðferðir10e

Tónlistarleikir til náms og þroska10e

Tónlistin og heilinn10e

Líkami, hugur og heilsa

Heilsufæði, 5e

Lífsleikni - sjálfið, 5e

Reynslunám og lífsleikni, 10e, hefst 20. ágúst

Staðartengd útimenntun, 10e, hefst 7. ágúst, sumarnámskeið

Samfélag og menning

Fjölmenningarsamfélag og skóli: Hugmyndafræði og rannsóknir10e

Samfélagsgreinamenntun10e

Skólaþróun og kennsluhættir

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi10e

Leiðtogar í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi10e

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi, 10e

Námsmat og prófagerð, 10e

Námsmat og þróunarstarf í tungumálanámi, 10e, kennt á ensku

Samstarf í skóla- og frístundastarfi, 5e

Starfstengd leiðsögn – leiðsagnarhlutverkið, 10e

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun10e

Stærðfræði og náttúrugreinar

Erfðir og þróun5e

Kennslufræði lífvísinda5e

Læsi á náttúrufræðitexta5e

Rýnt í rauntalnamengið10e

Verkleg viðfangsefni í líf- og jarðvísindum5e, hefst 9. ágúst

Tungumál, bókmenntir, lestur, ritun og læsi

Börn sem þurfa sérstakan stuðning í námi10e

Málrækt og málfræðikennsla, 5e

Sígildar sögur, 5e

Tvítyngi og læsi, 10e

 

SKRÁÐU ÞIG!

Kennslu- og prófatímabil á Menntavísindasviði

Stundatöflur deilda Menntavísindasviðs*

*Til að nálgast upplýsingar um hvenær dagsins námskeið fer fram má smella á „Skoða“ undir „Stundaskrá:“ í vinstri dálki síðunnar sem birtist þegar smellt er á heiti tiltekins námskeiðs í listanum hér fyrir ofan. Því næst má fletta fram til upphafs kennslu á misserinu til að sjá stundaskrá námskeiðsins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is