Opin námskeið á haustmisseri 2020

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er boðið upp á opin námskeið á sumar- og haustmisseri 2020.

Námskeiðin eru öll einingabær, ýmist í grunn- eða framhaldsnámi. Framhaldsnámskeið (F eða M) eru ætluð fólki sem lokið hefur fullgildri bakkalárgráðu, að lágmarki, á þeim fræðasviðum sem Menntavísindasvið menntar. Fólk sem hefur ekki fullgilda bakkalárgráðu getur sótt um inntöku í grunnnámskeið (G eða M).

Ekki þarf að sækja um formlegt nám við Háskóla Íslands til að geta sótt um inntöku í þessi námskeið en þau eru samt sem áður metin til eininga sé þeim lokið með tilskildum árangri. Hægt er að sækja um að fá þau metin inn á námsleið.

Námskeiðslýsingar má sjá með því að smella á heiti námskeiðanna hér að neðan. Þar kemur líka fram hvort námskeiðið sé í grunn- eða framhaldsnámi, kennt á sumar- eða haustmisseri, kennt í fjarnámi, ætlað ákveðnum hópi auk upplýsinga um vinnulag og mætingaskyldu.

Að gefnu tilefni er athygli vakin á því að flest námskeiðin eru eingöngu kennd á haustmisseri.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2020.
Nemendur sem sækja *-merkt námskeið, sumarnámskeið, eru beðnir um að skrá sig áður en undirbúningsdagur fer fram.

Skráningargjald er 55.000 kr. fyrir allt að tvö námskeið á misserinu. Greiðsla staðfestir umsóknina og þarf að berast í síðasta lagi 3. júlí 2020 - fyrr þegar um sumarnámskeið er að ræða.

ATH! Einstaklingar greiða að hámarki kr. 75.000 á skólaári, þeir sem fá inntöku í námskeið á haustmisseri 2020 greiða einungis kr. 20.000 fyrir allt að tvö námskeið á vor- og sumarmisseri 2021. Ekki er leyfilegt að skrá sig í fleiri en tvö opin námskeið á misseri.

Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir - esteryj@hi.is, 525 5531.

 

Hér neðst á síðunni er hlekkur á skráningarsíðu.

 

Atvinnulíf, verk- og starfsmenntun

Tengsl skóla og atvinnulífs, 5e, G

Verk- og starfsmenntun: Saga, skipulag og þróun5e, G

Börn og fjölskyldur

Barnavernd - hvað er börnum fyrir bestu?10e, F

Einelti, forvarnir og inngrip, 10e, M

Fjölskyldumiðuð snemmtæk íhlutun: Hugmyndafræði og starfsaðferðir10e, M

Fullorðinsfræðsla

Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra, 10e, F

List- og verkgreinar

Gamalt handverk í skólastarfi10e, M

Gildi leiklistar - framkvæmd og fræði10e, M

Hönnun nytjahluta5e, G

Íslensk listasaga, söfn og menntun10e, G

Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar10e, G

[Fullbókað] Myndlist, hönnun og leirmótun10e, M, takmarkaður fjöldi, nemendur í myndmennt ganga fyrir

Nýsköpun í textíl10e, G

Popptónlist og spjaldtölvur í tónmennt og skapandi kennslu10e, G

Tónlistin og heilinn10e, M

Líkami, hugur og heilsa

*Ferðalög og útilíf5e, G, undirbúningadagur 18. maí - hefst 23. ágúst, sumarnámskeið

[Fullbókað] Heilsufæði5e, G, takmarkaður fjöldi, nemendur í heilsueflingu og heimilisfræði ganga fyrir

Hugur, heilsa og heilsulæsi10e, M

Leikir í frístunda- og skólastarfi5e, G, kennt á laugardögum

Lífsleikni - sjálfið, 5e, F

Sérfæði og matur við sérstök tækifæri10e, M, takmarkaður fjöldi, nemendur í heilsueflingu og heimilisfræði ganga fyrir

[Fullbókað]*Staðartengd útimenntun10e, M, undirbúningsdagur 1. júlí - hefst 5. ágúst, sumarnámskeið, takmarkaður fjöldi, nemendur við Háskóla Íslands ganga fyrir

Náttúrugreinar, stærðfræði og upplýsingatækni

Að kenna um bylgjur, ljós, hljóð og umhverfi5e, M

Að kenna um rafmagn og segulmagn, 5e, G

Algebra og föll10e, G

Algebra og strjál stærðfræði10e, M

Kennslufræði jarðvísinda5e, M

Kennslufræði stærðfræði I5e, F

Kennslufræði stærðfræði II5e, F

Leikur og tækni5e, G

Nám og nýir miðlar, 5e, G

Rannsóknir og þróun í náttúrufræðimenntun5e, M

Samspil lífvera og umhverfis5e, G

Stærðfræði fyrir alla10e, F

Samfélag og menning

Starfsþróun, skólaþróun, námsefnisgerð, kennsluhættir og stjórnun

Fræðslustarf, nýsköpun og atvinnulíf, 10e, F

Hagnýt matsfræði í skólum, uppeldisstarfi og heilbrigðisþjónustu10e, F

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi10e, F

Sértækt hópastarf í félags- og æskulýðsmálum5e, F

Starfstengd leiðsögn – leiðsagnarhlutverkið10e, F

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun10e, F

Þróunarstarf í menntastofnunum10e, F

Tungumál, bókmenntir, lestur, ritun og læsi

Bókmenntir, þjóðerni og menning5e, G

Enskt mál og málnotkun, 10e, G

Fjölmenning og tungumálakennsla10e, G

Inngangur að enskukennslu, 10e, G

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi10e, M

Mál og lestrarerfiðleikar10e, F

Mál, skóli og samfélag, 5e, G

Menningarmiðlun í dönskukennslu 110e, G, kennt á dönsku

Ritlist og bókmenntir5e, M

Stílfræði og textagerð5e, M

Tvítyngi og læsi10e, F

SKRÁÐU ÞIG!

Kennslu- og prófatímabil á Menntavísindasviði**

Stundatöflur deilda Menntavísindasviðs***

*Nemendur sem sækja *-merkt námskeið, sumarnámskeið, eru beðnir um að skrá sig áður en undirbúningsdagur fer fram.

**Veljið deild sem viðkomandi námskeið fellur undir og þá getið þið skoðað mikilvægar dagsetningar, hlekkur í vinstri dálki á síðunni.

***Til að nálgast upplýsingar um hvenær dagsins námskeið fer fram má smella á „Skoða“ undir „Stundaskrá:“ í vinstri dálki síðunnar sem birtist þegar smellt er á heiti tiltekins námskeiðs í listanum hér fyrir ofan. Því næst má fletta fram til upphafs kennslu á misserinu til að sjá stundaskrá námskeiðsins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is