Opin námskeið á vor- og sumarmisseri 2021

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er boðið upp á opin námskeið á vor- og sumarmisseri 2021.

Námskeiðin eru öll einingabær, ýmist í grunn- eða framhaldsnámi. Framhaldsnámskeið (F eða M) eru ætluð fólki sem lokið hefur fullgildri bakkalárgráðu, að lágmarki, á þeim fræðasviðum sem Menntavísindasvið menntar. Fólk sem hefur ekki fullgilda bakkalárgráðu getur sótt um inntöku í grunnnámskeið (G eða M).

Ekki þarf að sækja um formlegt nám við Háskóla Íslands til að geta sótt um inntöku í þessi námskeið en þau eru samt sem áður metin til eininga sé þeim lokið með tilskildum árangri. Hægt er að sækja um að fá þau metin inn á námsleið.

Námskeiðslýsingar má sjá með því að smella á heiti námskeiðanna hér að neðan. Þar kemur líka fram hvort námskeiðið sé í grunn- eða framhaldsnámi, kennt á vor- eða sumarmisseri, kennt í fjarnámi, ætlað ákveðnum hópi auk upplýsinga um vinnulag og mætingaskyldu.

COVID-19: Kennsla á öllum námskeiðum verður aðlöguð að samkomutakmörkunum hverju sinni.

Að gefnu tilefni er athygli vakin á því að flest námskeiðin eru eingöngu kennd á vormisseri.

Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2020 - framlengdur frestur.

Skráningargjald er 55.000 kr. fyrir allt að tvö námskeið á misserinu. Greiðsla staðfestir umsóknina og þarf að berast í síðasta lagi 6. janúar 2021.

ATH! Einstaklingar greiða að hámarki kr. 75.000 í skráningargjald á skólaári, þau sem fá inntöku í námskeið á haustmisseri 2020 greiða einungis kr. 20.000 fyrir allt að tvö námskeið á vor- og sumarmisseri 2021. Ekki er leyfilegt að skrá sig í fleiri en tvö opin námskeið á misseri.

Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir - esteryj@hi.is, 525 5531.

 

Hér neðst á síðunni er tengill á skráningarsíðu.

Námskeiðin eru flokkuð eftir meginviðfangsefnum en einnig er hægt að skoða flokkun eftir námsstigi og menntun eða starfsstöðvum fólks.

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf

Samskipti foreldra og barna15e, F

Fullorðinsfræðsla

Mat og vottun á þekkingu og færni fullorðinna5e, F

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum5e, F

Kennsluhættir, starfsþróun, skólaþróun, námsefnisgerð og stjórnun

Jafningjaráðgjöf og fræðileg skrif5e, M

Kennslufræði og skóli margbreytileikans10e, F

Listmenntun og rannsóknir5e, M

Rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar – stærðfræðinemandinn5e, M

Rannsóknir á verk- og starfsmenntun5e, G

Viðburða- og verkefnastjórnun5e, G

Þátttaka í rannsóknum kennara5e, F

List- og verkgreinar

Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn5e, M

Hreyfing og leikræn tjáning, úti og inni10e (þar af 2 Ve*), G

Hugvit og menntun, 5e, M

Leikur og skapandi starf10e, F

Lesið í skóginn og tálgað í tré5e, G

Listrænt ákall til náttúrunnar: áhersla á starfsþróun í skóla- og frístundastarfi, 10e, M

Miðlun og skapandi leiðir list- og verkgreina10e, M

Myndlist, náttúra og samfélag5e, G

Söngur og kórstjórn5e, G

Textílhönnun5e, G

Tónlist í lífi ungra barna5e, G

Trésmíði, trérennismíði og útskurður5e, M

Líkami, hugur og heilsa

Áhættuhegðun og seigla ungmenna10e, F

Ferðalög og útilíf, 5e, G, sumarnámskeið, undirbúningsdagur 17. maí 2021 og ferðalag námskeiðsins er 22.-25. ágúst 2021.

Félags- og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun5e, M

Heilbrigði og velferð - heilsueflandi samfélag5e, G

Heilsuhegðun og fæðuval – áhrifaþættir og mótun, 5e, M

Staðartengd útimenntun, 10e, M, sumarnámskeið, undirbúningsdagur er 2. júní en námskeiðið verður dagana 4.-6. og 9.-11. ágúst 2021. 

Tómstundir og börn10e, G

Náttúrugreinar, stærðfræði og upplýsingatækni

Hönnun námsefnis og stafræn miðlun5e, M

Jörðin og himingeimurinn5e, M

Lífeðlisfræði5e, G

Loftlagsbreytingar og menntun10e, F

Netnám og opin menntun5e, G

Stærðfræðigreining5eF

Undirbúningur fyrir stærðfræðigreiningu5eF

Vísinda- og listasmiðja5e, G

Samfélag, listir og menning

Fata- og textílsaga5e, M

Fjölskyldur í nútímasamfélagi10e, G

Jafnrétti og samfélag10e, G

Landið og landakortin5e, G

Lista- og hönnunarsaga5e, F

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna10e, F

Siðfræði og samfélag5e, F

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi, 10e, M

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og samfélagsgreinar5e, M

Þættir úr fjölskyldu- og fólksfjöldasögu10e, M

Tungumál, bókmenntir, lestur, ritun og læsi

Barnabókmenntir fyrir yngri börn5e, G

Bókmenntir og grunnþættir5e, F

Bókmenntir og sjálfsmynd(ir)5e, G

Enskukennsla fyrir unga byrjendur10e (þar af 2 Ve*), G 

Gleðin í málinu: árangursríkt leik- og grunnskólastarf10e, F, fólk sem uppfyllir ekki kröfur um framhaldsnám við HÍ getur skráð sig í námskeiðið án eininga.

Lestur og miðlun akademískra texta10e, F

Lestur og ritun í grunnskóla5e, M

Straumar og stefnur í enskukennslu10e, G 

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála5e, M

SKRÁÐU ÞIG!

Kennslu- og prófatímabil á Menntavísindasviði**

Stundatöflur deilda Menntavísindasviðs***

*Vettvangseiningar, hluti námskeiðsins er vettvangsnám.

**Veljið deild sem viðkomandi námskeið fellur undir og þá getið þið skoðað mikilvægar dagsetningar, hlekkur í vinstri dálki á síðunni.

***Til að nálgast upplýsingar um hvenær dagsins námskeið fer fram má smella á „Skoða“ undir „Stundaskrá:“ í vinstri dálki síðunnar sem birtist þegar smellt er á heiti tiltekins námskeiðs í listanum hér fyrir ofan. Því næst má fletta fram til upphafs kennslu á misserinu til að sjá stundaskrá námskeiðsins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is