Opin námskeið á vormisseri 2020

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er boðið upp á opin námskeið á vormisseri 2020.

Námskeiðin eru öll einingabær, ýmist í grunn- eða framhaldsnámi. Framhaldsnámskeið eru ætluð þeim sem lokið hafa fullgildri bakkalárgráðu, að lágmarki, á þeim fræðasviðum sem Menntavísindasvið menntar. Þau sem hafa ekki fullgilda bakkalárgráðu geta skráð sig í grunnnámskeið. 

Ekki þarf að vera innritaður í nám við Háskóla Íslands til að geta skráð sig í þessi námskeið en þau eru samt sem áður metin til eininga sé þeim lokið með tilskildum árangri.

Námskeiðslýsingar má sjá með því að smella á heiti námskeiðanna hér að neðan. Þar kemur líka fram hvort námskeiðið sé í grunn- eða framhaldsnámi, kennt í fjarnámi, ætlað ákveðnum hópi auk upplýsinga um vinnulag og mætingaskyldu.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2019.

Skráningargjald er 55.000 kr. fyrir allt að tvö námskeið á misserinu. Greiðsla staðfestir umsóknina og þarf að berast í síðasta lagi 6. janúar 2020.

ATH! Einstaklingar greiða að hámarki kr. 75.000 á skólaári, þeir sem voru skráðir í eitt námskeið á haustmisseri 2019 greiða því einungis kr. 20.000 (en þeir sem voru í tveimur námskeiðum á haustmisseri geta skráð sig endurgjaldslaust) fyrir allt að tvö námskeið á vormisseri. Ekki er leyfilegt að skrá sig í fleiri en tvö opin námskeið á misseri.

Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir - esteryj@hi.is, 525 5531.

 

Hér neðst á síðunni er hlekkur á skráningarsíðu.

 

Fullorðinsfræðsla

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum10e

List- og verkgreinar

„Að vera í takt við tímann …“ Snjalltækni í skapandi námi5e

Fatahönnun5e

Frá hugmynd til sýningar5e

Hugmynda- og hönnunarvinna5e

Hönnun og smíði leikfanga5e

Leikur og skapandi starf, 10e

Listin að skapa tónlist5e

Listmenntun og rannsóknir5e

Ljóstýran, leiklist og framtíðin5e

Miðlun og skapandi leiðir list- og verkgreina10e

Sjónlistir5e

Útikennsla og græn nytjahönnun5e

Verklegt nám: Þjálfun og hagnýting5e

Líkami, hugur og heilsa

Hegðun og tilfinningar barna: Áskoranir og úrræði, 10e

Heilbrigði og velferð - heilsueflandi samfélag5e

Jákvæð sálfræði í uppeldi og menntun5e

Náttúrugreinar, stærðfræði og upplýsingatækni

Að kenna um hreyfingu, krafta, orku og umhverfi5e

Forritun og tæknismiðjur5e

Hugbúnaðarnotkun í stærðfræðikennslu – forritið GeoGebra5e

Kennsluáætlanir í ljósi aðalnámskrár5e, Námskeiðið verður kennt frá kl 8.30 til 15.30 dagana: 6., 7. og 18. apríl,  2. og 18. maí.

Loftlagsbreytingar og viðkvæm jörð5e, kennt á laugardögum frá kl 8:30 til 15:30 eftirtalda daga: 11. janúar,  1. og 22. febrúar, 14. og 28. mars, en þess á milli í fjarnámi.

Nám og náttúruvísindi á 21. öld5e

Rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar – stærðfræðikennarinn5e

Rými til sköpunar og samþættingar í skólastarfi: Stærðfræði, náttúrugreinar og upplýsingatækni10e

Þróun stærðfræðihugmynda ungra barna10e

Samfélag og menning

Heimabyggðin5e

Hinsegin menntunarfræði5e

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund ungmenna10e

Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur10e

Nútíminn10e

Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki5e

Starfsþróun, skólaþróun, námsefnisgerð og kennsluhættir

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám, 10e

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun5e 

Hönnun námsefnis og stafræn miðlun5e

Lestur og miðlun akademískra texta10e

Námskrár starfsgreina, námsefnisgerð og námsmat10e

Starfendarannsóknir, 10e

Þátttaka í rannsóknum kennara, 5e

Þróunarstarf í menntastofnunum, 10e

Tungumál, bókmenntir, lestur, ritun og læsi

Almennt læsi, stærðfræðilegt læsi og vísindalegt læsi, 5e

Bókmenntakennsla5e

Bókmenntir og grunnþættir5e

Bókmenntir og stafrænt efni í enskukennslu10e 

Enskukennsla fyrir unga byrjendur10e 

Gleðin í málinu: árangursríkt leik- og grunnskólastarf, 10e, námskeiðið er einnig í boði fyrir þau sem ekki uppfylla kröfur um nám til eininga. Þau sem ætla að sækja námskeiðið án eininga skrái sig hér.

Íslenska sem annað mál10e

Mál og miðlun5e

 

SKRÁÐU ÞIG!

Kennslu- og prófatímabil á Menntavísindasviði*

Stundatöflur deilda Menntavísindasviðs**

*Veljið deild sem viðkomandi námskeið fellur undir og þá getið þið skoðað mikilvægar dagsetningar, hlekkur í vinstri dálki á síðunni.

**Til að nálgast upplýsingar um hvenær dagsins námskeið fer fram má smella á „Skoða“ undir „Stundaskrá:“ í vinstri dálki síðunnar sem birtist þegar smellt er á heiti tiltekins námskeiðs í listanum hér fyrir ofan. Því næst má fletta fram til upphafs kennslu á misserinu til að sjá stundaskrá námskeiðsins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is