Reglur um skráningu

Til að skrá sig á námskeið þarf að nota  skráningarform sem fylgir hverju námskeiði. Mikilvægt er að umbeðnar  upplýsingar séu réttar. 
 
Eftirfarandi eru þær vinnureglur sem Starfsþróun Menntavísindastofnunar vinnur eftir varðandi utanumhald á námskeiðum:
Haft er samband við umsækjendur nokkru áður en námskeið hefjast til að fá þátttöku staðfesta 
Umsækjendur eru beðnir um að hafa samband ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur tveimur dögum fyrir námskeiðsbyrjun 
Ef biðlistar myndast eða aðrir þættir koma upp á höfum við samband 
Umsækjendur þurfa að tilkynna forföll í síma 525-5983 eða með tölvupósti mvs-simennt@hi.is  Ef þeir gera það ekki þurfa þeir að borga 50% af námskeiðsgjaldi. 
Námskeiðsgjald er innheimt með greiðsluseðli að námskeiði loknu. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is