Sjálfbær þróun og sjálfbærni sem grunnþáttur menntunar í nýrri aðalnámskrá

Grunnþættir menntunar eiga að endurspeglast í almennri menntun og starfsháttum grunnskólans, inntaki námsgreina, hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skólans.  Á námskeiðinu verður fjallað um grunnþáttinn sjálfbærni, tengsl hans við aðra grunnþætti og leiðir að innleiðingu í skólastarf. Fjallað verður um eftirfarandi:
1. Hvað eru umhverfismál?
2. Saga og þróun umhverfismála
3. Hugtakið sjálfbærni og sjálfbær þróun
4. Vistspor mannsins
5. Grunnstoðir menntunar – ný námskrá
6. Menntun til sjálfbærni
7. Leiðir að innleiðingu í skólastarf og kennslu
 
Námskeiðið er um 2 klukkustundir. 
 
Leiðbeinendur
Hafdís Ragnarsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir grunnskólakennarar og umhverfisfræðingar og núna verkefnastjórar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
 
Netföng: hafdisra@hi.is og mjr@hi.is 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is