Sjálfbærni í kennslugreinum grunn- og framhaldsskóla

Hæfniviðmið:
Að loknu námskeiðinu á kennari að geta:
greint hvaða viðfangsefni og aðferðir í eigin kennslu falla undir hugmyndir um sjálfbærnimenntun.
skipulagt kennslu og valið viðfangsefni nemenda sem stuðla að aukinni getu til aðgerða.
lagt mat á skólanámskrá einnar kennslugreinar.
 
Lýsing:
Kynntur verður grunnþátturinn sjálfbærni eins og hann birtist í nýrri aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla með áherslu á hugtakið geta til aðgerða. Þátttakendur rýna í hvaða áhrif hugmyndir um sjálfbærni hafa á kennslugreinar þeirra út frá vali á viðfangsefnum og kennsluaðferðum. Rætt verður hvað kennslugreinar þeirra geta lagt af mörkum til að efla sjálfbærnimenntun í skólum og hvernig best sé að standa að þeim breytingum á kennslu greinarinnar sem nauðsynlegar kunna að verða til að stuðla að sjálfbærri þróun.  
 
Gögn:
Aðalnámskrá grunn- eða framhaldsskóla, skólanámskrá eigin kennslugreinar og önnur gögn sem kennarar benda á af vef.
 
Þátttakendur: 
Kennarar í grunn- eða framhaldsskólum
Tímalengd:
Tvö skipti, fjórar kennslustundir í senn (laugardagar 9-12 eða á öðrum umsömdum tímum)
 
Kennarar:
Auður Pálsdóttir, kennari við Menntavísindasvið HÍ
Allyson Macdonald, kennari við Menntavísindasvið HÍ
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, kennari við Menntavísindasvið HÍ 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is