Skapandi stærðfræði

Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir kennurum og styðja þá til þess að nýta sér leiðir til þess að styðja sína nemendur til þess að vera skapandi, opnir og áræðnir í stærðfræðinámi. Eins er lögð áhersla á aðra grunnþætti menntunnar, umræður, hugtakaskilning og fleira.
 
Á námskeiðinu er fjallað og unnið með hugtakið sköpun, skapandi nám og skapandi stærðfræðinám. Fjallað er um hvernig má styðja nemendur til þess að vera skapandi í stærðfræði til dæmis með kveikjum, umræðum, lausnarleitarnámi, menningarlegri og rúmfræðilegri skoðun á skrauti, að vinna eins og „alvöru“ stærðfræðingar og fleira. Komið er með praktísk dæmi um hvernig vinna má á þennan hátt og tengt við námsefni grunnskólanna. Eins er fjallað um árangursríkar leiðir til þess að meta skapandi stærðfræðinám og ferlið sem það felur í sér.
 
Kennari: Ósk Dagsdóttir, doktorsnemi
 
Umfang samkomulagsatriði
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is