Starfsþróun kennara haust 2014

Dagana 11. og 12. ágúst 2014 verða fjölbreytt starfsþróunartilboð í boði fyrir grunnskólakennara, einstaka námskeið spanna lengri tíma og einnig hefjast nokkur síðar.

Námskeiðin eru opin kennurum af öllu landinu. Mörg þeirra eru styrkt af endurmenntunarsjóði grunnskóla og er verði því stillt í hóf. 

Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar / Endurmenntunarsjóður grunnskóla greiðir niður kostnað vegna margra námskeiða fyrir kennara í Reykjavík og ef þau námskeið fyllast ganga kennarar í Reykjavík  fyrir á þau námskeið, sem eru stjörnumerkt.

Þar sem sett er fram tvennskonar verð, gildir lægra verðið fyrir kennara í Reykjavík en hærra verðið fyrir aðra.

Hér fyrir neðan er listi yfir öll þau námskeið sem verða í boði og linkur inn á skráningarsíðu.

Umsóknarfrestur er til og með 13. júní.

Flest námskeiðin verða haldin í Háaleitisskóla/Álftamýri í Reykjavík.

Greiðsluseðlar vera sendir í júní til  þeirra sem skrá sig á námskeið, og gildir greiðsla á þeim sem staðfesting á þátttöku á námskeiði.

Upplýsingar veitir Edda Kjartansdóttir, eddakjar@hi.is

 

1. Hagnýt námskeið í notkun Word og PPT  * 13. Spjaldtölvur - allra fyrstu skrefin *
2. Hagnýt  námskeið í notkun Word og PPT  (sama námskeið og nr. 1) *

14. Þverfaglegt samþætt útinám*

3. Námsmat  í tengslum við nýja aðalnámskrá- hæfniviðmið

og lykilhæfni.*

15. Stærðfræði námskeið 

fyrir kennara á yngsta stigi ( kennt í september).

4. Þróun kennsluhátta í

tengslum við nýja námskrá *

16. Stærðfræði í takt við tímann 
5. Endurskoðun námskrár í tengslum við nýja aðalnámskrá *

17. Skapandi ritun (hefst í september)

 

18. Ekki öll eins- umfjöllun um jafnrétti

og fjölbreytileika.*

7. Viðtalstækni * 19. Lýðheilsa í grunnskólum
8. Ábyrgð nemenda á eigin námi * 20. Skapandi kennsla með leiklist
 
21. Samræðulist og spurningatækni *
10. Grunnþættir menntunar * 25. Læsi í 3.-4. bekk *
11. Spjaldtölvur á yngsta stigi * 26. Kennsla tvítyngdra barna *
12. Spjaldtölvur - unglingastig* 33. Læsi á mið- og unglingastigi *
  35. Fab lab *
  36. Ertu að fara að kenna Snorra?
  37. Fræðslufundaröð sérkennara
  38. Miðlalæsi - Hvernig á að kenna börnum og unglingum að umgangast fjölmiðla og nýja miðla með ábyrgum hætti?*
  39. Moodle vinnusmiðja*
40. Opin viðfangsefni - Hugmyndabanki kennsluverkefna í textílmennt
 

Skráning í námskeiðin er hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is