Stök einingabær námskeið vormisseri 2019

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er boðið upp á stök einingabær námskeið á vormisseri 2019.

Námskeiðin eru ætluð þeim sem lokið hafa bakkalárgráðu á þeim fræðasviðum sem Menntavísindasvið menntar.

Ekki þarf að vera innritaður í nám við Háskóla Íslands til að geta skráð sig í þessi námskeið en þau eru samt sem áður metin til eininga sé þeim lokið með tilskildum árangri.

Námskeiðslýsingar má sjá með því að smella á heiti námskeiðanna hér að neðan. Þar kemur líka fram ef námskeiðið er ætlað ákveðnum hópi.

Umsóknarfrestur er til 5. desember 2018.

Skráningargjald er 55.000 kr. Greiðsla staðfestir umsóknina og þarf að berast í síðasta lagi 6. janúar 2019.

Ef fólk skráir sig í tvö námskeið er skráningargjald 75.000 kr. Ekki er leyfilegt að skrá sig í fleiri en tvö námskeið.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Hrefna Haraldsdóttir - asdish@hi.is

 

Hér neðst á síðunni er hlekkur á skráningarsíðu.

 

Börn, ungmenni, samfélag og saga

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund ungmenna, 10e

Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur10e

Þættir úr fjölskyldu- og fólksfjöldasögu10e

Skólaþróun og kennsluhættir

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám10e

Hugvit og menntun5e

Þróunarstarf í menntastofnunum10e

Lestur, ritun og læsi

Almennt læsi, stærðfræðilegt læsi og vísindalegt læsi5e

Lestur og lestrarkennsla: áherslur og þróun10e

Lestur og miðlun akademískra texta10e

Lestur og ritun í grunnskóla5e

Tengsl málþroska og læsis10e

Erlend tungumál

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingatækni og kennsla erlendra tungumála5e

List- og verkgreinar

Fata- og textílsaga5e

Lista- og hönnunarsaga5e

Listmenntun og rannsóknir5e

Miðlun og skapandi leiðir list- og verkgreina10e

Trésmíði, trérennismíði og útskurður5e

Stærðfræði, náttúrugreinar og upplýsingatækni

Almennt læsi, stærðfræðilegt læsi og vísindalegt læsi5e

Jörðin og himingeimurinn5e

Kennslufræði stærðfræði I5e

Rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar – stærðfræðinemandinn, 5e

Rými til sköpunar og samþættingar í skólastarfi: Stærðfræði, náttúrugreinar og upplýsingatækni10e

Stærðfræðigreining5e

Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði5e

Þróun stærðfræðihugmynda ungra barna10e

Miðlun og námsefni

Fjarnám og kennsla10e

Hönnun námsefnis og stafræn miðlun5e

Nám og kennsla á Netinu10e

Fullorðinsfræðsla og stuðningur

Aðferðir í starfi með fólki sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi5e

Mat og vottun á þekkingu og færni fullorðinna5e

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum10e

 

SKRÁNING FER FRAM HÉR

Stundartöflur deilda Menntavísindasviðs má nálgast hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is