Um starfsþróun

Starfsþróun Menntavísindastofnunar er hluti af Menntavísindastofnun og starfar á fagsviði uppeldis- menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem starfa á þeim sviðum.

Lög og reglur um Menntavísindastofnun

Hlutverk og starfssemi Menntavísindastofnunar

Starfsþróun Menntavísindastofnunar á rætur að rekja til Símenntunarstofnunar KHÍ sem frá árinu 2008 fram til haustsins 2013 kallaðist Símenntun, rannsóknir og ráðgöf, SRR. 

Hlutverk Menntavísindastofnunar er að vera þjónustustofnun á fræðasviði uppeldis, menntunar og þjálfunar. Henni er ætlað að skapa vettvang fyrir miðlun þekkingar milli starfsmanna Menntavísindasviðs, annarra sérfræðinga á sviði uppeldis, menntunar og þjálfunar og þeirra sem starfa á vettvangi.

Starfsmaður Menntavísindastofnunar vinnur með Starfsþróunarnefnd Menntavísindasviðs að stefnumótun um hvernig auka má tengsl milli fræðasamfélagsins og vettvangs.

Forstöðumaður Menntavísindastofnunar er Kristín Erla Harðardóttir, krishar@hi.is.
Starfsþróunarstjóri er Ester Ýr Jónsdóttir, esteryj@hi.is.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is