Umsjónarkennarinn

Námskeiðið hentar fyrir alla þá sem hafa áhuga á störfum umsjónarkennarans.
 
Markmið 
Að dýpka skilning á hlutverki og eðli umsjónarkennarastarfsins.
 
Viðfangsefni 
Á námskeiðinu verður fjallað um verksvið og hlutverk umsjónarkennarans. Kynntar verða hugmyndir um hvernig skipuleggja má skólastarfið þannig að koma megi til móts við ólíkar þarfir og einstaklingsmun nemenda. Þá verða kynntar hugmyndir um hvernig skapa má góðan bekkjaranda, hvernig begðast má við einelti, hvaða aðferðir kennarinn getur stuðst við í bekkjarstjórnun, um fjölbreyttar kennsluaðferðir og blómlegt foreldrasamstarf
 
Vinnulag 
Fyrirlestrar, umræður, samvinna, verkefni og leiðsögn. Lögð er áhersla á að þátttakendur fái tækifæri til að skipuleggja viðfangsefni sem þeir geta prófað í eigin kennslu.
 
Umfang
Stutt námskeið 6-8 kennslustundir og lengra námskeið allt að 20-30 kennslustundir. Einnig er hægt að fá fræðslufund um efnið, 2-4 kennslustundir.
 
Kennari
Lilja M Jónsdóttir
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is