Starfsþróun kennara haust 2014

Menntavísindasvið HÍ í samstarfi við  skóla- og frístundasvið Reykjavíkur  býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir grunnskólakennara  dagana 11. og 12. ágúst 2014 en einstaka námskeið spanna lengri tíma og einnig hefjast nokkur síðar.

Námskeiðin eru opin kennurum af öllu landinu. Mörg þeirra eru styrkt af endurmenntunarsjóði grunnskóla og er verði því stillt í hóf. 

Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar / Endurmenntunarsjóður grunnskóla greiðir niður kostnað vegna margra námskeiða fyrir kennara í Reykjavík og ef þau námskeið fyllast ganga kennarar í Reykjavík  fyrir á þeim.  .

Umsóknarfrestur er til og með 13. júní.

Flest námskeiðin verða haldin í Háaleitisskóla/Álftamýri í Reykjavík.

Upplýsingar um námskeiðin hafa verið settar inn á starfsþróunarvef kennara  og þaðan er fólk leitt inn á upplýsinga- og skráningarsíðu námskeiðanna.

 

Sjá einnig á vef starfsþróunar Menntavísindastofnunar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is