Stök einingabær námskeið haust 2014

Skólaárið 2014-2015 verða í boði  stök einingarbær námskeið við Menntavísindasvið HÍ. Þau námskeið  eru eftir megni skipulögð með þarfir þeirra sem starfa á vettvangi í huga.

 

Ekki þarf að vera innritaður í nám við Háskóla Íslands til að geta skráð sig í þessi námskeið en þau eru samt sem áður metin til eininga hjá þeim sem ljúka tilskyldum árangri.

 

Á vegum Kennaradeildar  eru í boði námskeið við hæfi kennara á öllum skólastigum og einnig bjóðast stök námskeið í Uppeldis- og menntunarfræðideild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild.

 

Hvert námskeið kostar 55 000,- og umsóknarfrestur vegna námskeiða á haustönn  2014 er

15. júní  2014.  Námskeiðin eru ætluð þeim sem lokið hafa BA, B.Ed eða BS gráðu á þeim fræðasviðum sem Menntavísindasvið menntar.

 

Upplýsingar um námskeiðin veitir Edda Kjartansdóttir, sími 525 5983 og tölvupóstur eddakjar@hi.is

 

Sjá lista yfir námskeiðin hér

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is