Styrkjafréttir

Margir starfsmenn við sviðið hafa hlotið styrki til ýmissa verkefna og rannsóknastarfa undanfarin misseri. Meðal verkefna er viðamikil evrópurannsókn, vinnustofur og alþjóðleg samstarfsverkefni. Vinsamlegast athugið að listinn er ekki tæmandi.

Rannsóknasjóður Háskóla Íslands

Í upphafi árs var úthlutað úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands fyrir árið 2018. Alls hlutu 38 verkefni frá Menntavísindasviði styrk og nemur heildarupphæð styrkjanna tæplega 28 milljónum króna. Hæsta styrkfjárhæðin nam 1,7 milljónum króna en meðalupphæð styrkja var 703 þúsund krónur.

Sjá nánar á vef Rannsóknasjóðs HÍ

Rannís 

 • Rannsakandi: Hanna Ragnarsdóttir, prófessor. Titill verkefnis: „The integration of immigrants in Iceland“.
 • Rannsakandi: Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus, er aðili af tveimur verkefnum sem leidd eru af Háskólanum á Akureyri. Annað verkefnið er leitt af Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Horizon 2020 

 • Rannsakendur: Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, leiðir verkefnið en auk hennar kemur Ingibjörg Kaldalóns, lektor, að verkefninu. Titill verkefnis: „Universal preventive resilience intervention globally implemented in schools to improve and promote mental health for teenagers (upright)“.

NordForsk – Education for tomorrow

 • Rannsakendur: Berglind Rós Magnúsdóttur, dósent, en auk hennar kemur Anna Kristín Sigurðardóttir, einnig dósent, að verkefninu. Verkefnið er leitt af Helsinki-háskóla í Finnlandi. Titill verkefnis: „Mixed classes and Pedagogical Solutions (MAPS) – inclusive education policies and practices in divers learning environments in Finland, Iceland and the Netherlands“.
 • Rannsakendur: Jóhanna Einarsdóttir, prófessor, en auk hennar kemur Hrönn Pálmadóttir, lektor, að verkefninu. Verkefnið er leitt af Stavanger-háskóla í Noregi. Titill verkefnis: „Politics of belonging: Promoting children’s inclusion in educational settings across borders“.
 • Rannsakandi: Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent. Titill verkefnis: „Nordic Centre of Excellence: Quality in Nordic Teaching (QUINT)“.

NOS-HS – Styrkir fyrir vinnustofur

 • Verkefnisstjóri: Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent. Titill vinnustofu: „From design to practice. School environments from a Nordic perspective“.
 • Verkefnisstjórar: Ólafur Páll Jónsson, prófessor, en auk hans kemur Allyson Macdonald, prófessor, að verkefninu. Titill vinnustofu: „A sense of sustainability: Democracy, sustainability, and education“.

 

Norges forskningråd

Rannsakandi: Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent. Titill verkefnis: „Policy knowledge and lesson driving in school reform in an era of international comparison“.

Nordplus 

 • Rannsakandi: Kolbrún Pálsdóttir, dósent. Titill verkefnis: „Extended education - leisure-time centres in Scandinavia and the Baltic“.
 • Rannsakandi: Freyja Hreinsdóttir, dósent. Titill verkefnis: „8th Nordic and Baltic GeoGebra Conference“. 
 • Rannsakandi: Eggert Lárusson, lektor, er þátttakandi í verkefni sem leitt er af  Ilinniarfissuaq í Grænlandi. Titill verkefnis: „Human response to destructive forces of nature in Iceland“.
 • Rannsakandi: Svava Pétursdóttir, lektor, er þátttakandi í verkefni sem leitt er af Halmstad-háskóla í Noregi. Titill verkefnis: „Barns kommunikation och integration med stöd av digitala medier i förskolan“.
 • Rannsakandi: Hanna Ragnarsdóttir, prófessor, er þátttakandi í verkefni sem leitt af Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Titill verkefnis: „E-course: Cultural competency training“.

Erasmus +

 • Rannsakandi: Kristín Norðdahl, dósent. Titill verkefnis: „Vidubiology - creative video for biology“.

Við óskum styrkþegum innilega til hamingju. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is