Þjónusta vegna rannsókna

Menntavísindastofnun aðstoðar rannsakendur við úrvinnslu gagna og skipulag rannsókna. Sá tími sem fer til þessa starfs er að hluta til greiddur af stofnuninni en síðan af styrkfé viðkomandi.
 
Starfsfólk stofnunarinnar hefur verið innan handar um tölfræðilega úrvinnslu gagna, aðstoð við skipulag og framkvæmd rannsókna og aðstoð við úrvinnslu viðtala og vettvangsathugana.
 
Hægt er að sækja um aðstoð með því að hafa samband við forstöðumann Menntavísindastofnunar, Kristínu Erlu Harðardóttur í síma: 525-4165 eða í tölvupósti: krishar@hi.is, um skipulag vinnunar í samráði við verkkaupa og starfsfólk stofnunarinnar. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is