Rannsóknir

Þroski leik- og grunnskólabarna: Sjálfsstjórn, málþroski og læsi á aldrinum 4 til 8 ára
Víðtæk langsniðsrannsókn sem hófst árið 2009 og lauk 2012. 
Verkefnisstjóri: Hrafnhildur Ragnarsdóttir, meðstjórnendur Freyja Birgisdóttir og Steinunn Gestsdóttir. Styrktaraðilar: Rannís, Rannsóknasjóður HÍ og menntasvið Reykjavíkurborgar.

Rannsóknin tengdist evrópsku samstarfsneti 22 þjóða, COST IS0307 European Research Network on Learning to Write Effectively. 2008-2011. http://www.cost-lwe.eu/

Nánar
 

Málþroski barna frá fjögra til tólf ára aldurs og tengsl hans við læsisþróun og námsárangur í grunnskóla
Sjálfstætt framhald verkefnisins Þroski leik- og grunnskólabarna: Sjálfsstjórn, málþroski og læsi á aldrinum 4 til 8 ára. Markmiðið er að fylgjast áfram með ýmsum þroska- og færniþáttum barnanna í langskurðarrannsókninni, einkum málþroska og þróun textagerðar í ræðu og riti og kanna tengsl þeirra innbyrðis og forspárgildi fyrir námsárangur, m.a. í samræmdum prófum.
Rannsóknin tengist ISCH COST Action IS1401. Strengthening Europeans' capabilities by establishing the European literacy network. http://www.cost.eu/COST_Actions/isch/Actions/IS1401
Verkefnisstjóri: Hrafnhildur Ragnarsdóttir

Styrktaraðili: Rannsóknasjóður HÍ

Nánar
 

Mál í notkun: Tal- og ritmál barna, unglinga og fullorðinna.
Rannsókn á textagerð 11, 14, 17 ára og fullorðinna
Styrkt af Rannís og Rannsóknasjóði HÍ. Rannsóknin var liður í sjö landa samanburðarrannsókn Developing literacy in different contexts and different languages sem styrkt var af The Spencer Foundation.
Verkefnisstjóri: Hrafnhildur Ragnarsdóttir. 

Nánar

The development of vocabulary and reading comprehension among Icelandic second language learners.

Sigríðar Ólafssdóttur; doktorsverkefni 
Aðalleiðbeinandi : Freyja Birgisdóttir
Meðleiðbeinendur: Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Dr. Hetty Roessingh, prófessor við Univ. of Calgary.
Í doktorsverkefni sínu notar Sigríður mælitæki úr þroskarannsókninni, hluta af úrtaki hennar sem samanburðarhóp og niðurstöður sem viðmiðun í mati sínu á málþroska og læsi íslenskra barna sem eiga annað móðurmál en íslensku.

Nánar

Íslenskur orðaforði íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku.
Sigríður Ólafsdóttir. Lokaverkefni tbil MA gráðu í Menntunarfræði v/Menntavísindasvið HÍ. Leiðbeinandi Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor.

Ritun og textagerð íslenskra barna á aldrinum 4-8 ára.
Rannveig Oddsdóttir, doktorsnemi við HÍ, aðalleiðbeinandi er Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor

Nánar

Rannsókn á áhrifum virknimats og stuðningsáætlunar á langvarandi hegðunarerfiðleika barna í leik- og grunnskólum.

Verkefnisstjóri: Anna-Lind Pétursdóttir. Tveir meistaranemar vinna að meistaraverkefni tengd rannsókninni.

Rannsókn á áhrifum PALS félagakennslu á læsi nemenda í leik- og grunnskólum og upplifun skólastarfsfólks af aðferðunum.

Verkefnisstjóri: Anna-Lind Pétursdóttir.
Tvö meistaraverkefni falla undir rannsóknina.

Áhrif stýrðrar kennslu og námshröðunar á nemendur í námsvanda: Sjálfsmynd, trú á eigin getu, skuldbinding í námi og skólatengd líðan.

Verkefnisstjóri: Anna-Lind Pétursdóttir.
Fjögur meistaraverkefni og eitt doktorsverkefni falla undir rannsóknina. Tengd rannsókn styrkt af Rannís: Can the use of Direct Instruction and Precision Teaching enhance the skills of Icelandic students in reading and math? Verkefnisstjóri Rannís-rannsóknar: Gabriela Sigurðardóttir, meðstjórnendur: Anna-Lind Pétursdóttir og Hermundur Sigmundsson.

Áhrif stýrðrar kennslu og námshröðunar á nemendur í námsvanda: Sjálfsmynd, trú á eigin getu, skuldbinding í námi og skólatengd líðan.  Doktorsverkefni Guðrúnar Bjargar Ragnarsdóttur undir leiðsögn Önnu-Lindar Pétursdóttur.

STUREN norrænt rannsóknarnet um rannsóknir, og mat á stami. Þróun á samræmdu matskerfi til að meta stam.
Verkefnisstjóri Jóhanna T. Einarsdóttir
Norræn heimasíða með fræðslu fyrir nemendur og starfandi talmeinafræðinga. Verkefnið er styrkt af NordForsk. .

MEB (Málfærni eldri barna).
Jóhanna T. Einarsdóttir vinnur að hönnun málþroskaprófs fyrir börn á aldrinum 4–6 ára ásamt Þóru Másdóttur og Ingibjörgu Símonardóttur. Á árinu 2013 voru skrifaðar þrjár meistaraprófsritgerðir um áreiðanleika og réttmæti einstakra prófhluta. 

 

Gagnabankar

Málsýni íslenskra leikskólabarna - aldursbundin viðmið.
Gerð heimasíða og einfalt tölvuforrit til að vinna aldursbundnar upplýsingar um máltjáningu íslenskra leikskólabarna sjá http://malsyni.hi.is/. Viðmið eru byggð á gagnasafni um 200 málsýna barna á aldrinum 2-6 ára. Málsýnin gefa mynd af sjálfsprottnu tali barna í leik og að spjalla við fullorðinn einstakling.  Verkefnið er á lokastigi. Verkefnið hefur verið styrkt af Rannsóknarsjóði HÍ í þrígang. Slóð:
Verkefnisstjóri: Jóhanna Thelma Einarsdóttir.

Gagnabankinn Íslenskt barnamál
Tölvuskráð langskurðargögn frá þremur börnum á aldrinum 2–6 ára
 > 600 sögur frá sögumönnum á aldrinum 3ja ára til fullorðinna
320 rit- og talmálstextar 11, 14, 17 ára og fullorðinna.
Verkefnisstjóri: Hrafnhildur Ragnarsdóttir

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is