Samstarf

COST Action IS1401: Strengthening Europeans' capabilities by establishing the European  literacy network (IS1401-ELN). Fræðimannanet; stofnað 12. des 2014. http://www.cost.eu/COST_Actions/isch/Actions/IS1401. Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir eru fulltrúar Íslands í framkvæmdastjórn (Management Committee)

COST IS0703: European Research Network on Learning to Write Effectivel (ERN-LWE). Stofnað 16. maí 2008 og starfaði til 2011.  http://www.cost-lwe.eu/ Hrafnhildur og Freyja voru fulltrúar Íslands í framkvæmdastjórn.

STUREN norrænt rannsóknarnet um rannsóknir, og mat á stami. Þróun á samræmdu matskerfi til að meta stam. Norræn heimasíða með fræðslu fyrir nemendur og starfandi talmeinafræðinga. Verkefnið er styrkt af NordForsk. Verkefnisstjóri Jóhanna T. Einarsdóttir.

Málefli - Hagsmunasamtök í þágu barna með tal- og málþroskafrávik.
Formaður samtakanna er Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur og varaformaður er Hólmfríður Árnadóttir talmeinafræðingur. Undirbúningshópurinn leitaði til Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi barna og unglinga um samstarf vegna þess að það mikil þörf er fyrir rannsóknir á málþroska og málþroskaröskunum íslenskra barna. http://www.malefli.is/
Samstarfið hefur m.a. birst í samvinnu við rannsókn og gerð skýrslunnar: Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Marta Gall Jörgensen og Þóra Sæunn Úlfsdóttir. 2012. Skýrsla um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun. Unnin fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. 61 bls. + viðaukar (=104 bls) og fylgiskjöl. Alls 109 bls. http://www.althingi.is/altext/140/s/pdf/1088.pdf

Okkar mál. Samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi.
Meginmarkmið verkefnisins er að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu. Verkefnið hefur auk þess eftirfarandi markmið:
 að auka samstarf milli leikskólans Aspar, leikskólans Holts, Fellaskóla og frístundaheimilisins Vinafells í Fellaskóla
 að efla samstarf skóla- og frístundastarfs við Þjónustumiðstöð Breiðholts með velferð barna og fjölskyldna að leiðarljósi
 að nýta tækifæri sem felast í samstarfi við stofnanir í nærsamfélaginu s.s. Menningarmiðstöðina Gerðuberg, Borgarbókasafn,heilsugæslu, íþróttafélög og önnur félagasamtök
 að efla foreldrasamstarf í leik- og grunnskóla
 að auka þekkingu kennara og starfsfólks á þáttum sem hafa áhrif á máltöku og læsi allra barna með sérstakri áherslu á börn með annað móðurmál en íslensku
 að efla fagleg vinnubrögð og færni kennara í starfi með margbreytilegum barna- og foreldrahópi
 að þróa og innleiða fjölbreyttar kennsluaðferðir sem miða að því að jafna tækifæri barna til náms
 að afrakstri verkefnisins verði miðlað á fjölbreyttan hátt til annarra er gagn hafa af.
Samstarfsaðilar í Okkar mál verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Miðberg, Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi – Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts.
Verkefnið er styrkt af þróunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur.
http://tungumalatorg.is/okkarmal/123-2/markmi%C3%B0-verkefnisins/

Samstarfsverkefni með embætti landlæknis og Skólapúlsinum um líðan framhaldsskólanema. Verkefnisstjóri Anna-Lind Pétursdóttir. Eitt meistaraverkefni tengdist verkefninu.

Leið til læsis í samvinnu við Námsmatsstofnun 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is