Þróunarverkefni

Okkar mál: Samstarf um menningu mál og læsi í Fellahverfi:

Þróunarverkefni um aukið samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu. Sérstök áhersla er lögð á vinnu með börnum með annað móðurmál en íslensku, málörvun og lestrarkennslu.
Í því felst meðal annars:
• að auka þekkingu kennara og starfsfólks á þáttum sem hafa áhrif á máltöku og læsi allra barna með sérstakri áherslu á börn með annað móðurmál en íslensku
• að efla fagleg vinnubrögð og færni kennara í starfi með margbreytilegum barna- og foreldrahópi
• að þróa og innleiða fjölbreyttar kennsluaðferðir sem miða að því að jafna tækifæri barna til náms
• að afrakstri verkefnisins verði miðlað á fjölbreyttan hátt til annarra er gagn hafa af
Samstarfsaðilar í Okkar mál verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Miðberg, Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi – Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts
Verkefnið er styrkt af Skóla-og frístundaráði Reykjavíkur. Það fékk Orðsporið 2014 (Félag stjórnenda leikskóla) og viðurkenningu skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið skóla- og frístundastarf 2013.
Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir koma að verkefninu fyrir hönd Rannsóknarstofunnar.
http://tungumalatorg.is/okkarmal/123-2/markmi%C3%B0-verkefnisins/

Framtíðarsýn í leik - og grunnskólum með áherslu á læsi og stærðfræði á netinu:

Þróunarverkefni í skólum Reykjanesbæjar sem miðar að því að bæta námsgengi nemenda í Reykjanesbæ, en nemendur á Suðurnesjum hafa staðið höllum fæti í samræmdum prófum og brottfall úr framhaldsskóla er hátt. Steinunn Torfadóttir, Helga Sigurmundsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og fleiri komu að ráðgjöf við verkefnið.

Þróunarverkefni um leiðir til að fyrirbyggja erfiða hegðun og efla félagsfærni ungra barna.

Samvinnuverkefni Önnu-Lindar og starfsfólks leikskólans í Stykkishólmi.

Bók í hönd og þér halda engin bönd. 

Þróunarverkefni í leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ og vinna við gerð handbókar um Orðaspjall, sem er kennsluaðferð til að styrkja orðaforða og málþroska leikskólabarna. Styrkt af Reykjanesbæ og Þróunarsjóði leikskóla. Árdís Hrönn Jónsdóttir, Inga María Ingvarsdóttir og Hrafnhildur Ragnarsdóttir standa að verkefninu.

Mál til komið að lesa:

Sögu- og samræðustundir í leikskólum Garðabæjar. Þróunarverkefni um orðaforðakennslu, málörvun og undirbúning læsis á heimilum og í leikskólum. Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Árdís Hrönn Jónsdóttir unnu með Skóladeild Garðabæjar að verkefninu.

Samstarfsverkefni með embætti landlæknis og Skólapúlsinum um líðan framhaldsskólanema. Verkefnisstjóri Anna-Lind Pétursdóttir. Eitt meistaraverkefni tengdist verkefninu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is