Samstarf

Stofan er í samstarfi við aðrar rannsóknarstofur á Menntavísindasviði og fleir aðila, m.a. um rannsóknir og ráðstefnuhald.

 

Samstarf um ráðstefnuhald

Ráðstefna um rannsóknir á framhaldsskólastarfi verður haldin í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þann 25. september 2015 kl. 10–17.

Að ráðstefnunni standa, auk Rannsóknastofu um þróun skólastarfs, Félag framhaldsskólakennara, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Samtök áhugafólks um skólaþróun, námsbraut Háskóla Íslands um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla, rannsóknarhópur um starfshætti í framhaldsskólum og norræna öndvegissetrið Justice Through Education in the Nordic Countries (JustEd).

Á ráðstefnunni verða fyrirlestrar og málstofur. Áströlsku fræðimennirnir Glenda McGregor frá Griffith-háskóla og Martin Mills frá University of Queensland halda fyrirlestra. Einnig verða haldnir fyrirlestrar um rannsóknina Starfshættir í framhaldsskólum sem rannsóknarhópur kennara, doktorsnema og meistaranema við Háskóla Íslands stendur að. Gagna var aflað í níu framhaldsskólum á árunum 2013–2014. Loks verða málstofur um aðrar rannsóknir.

 

Ráðstefna um Skólabyggingar og kennsluhættir verður haldin 21. maí kl. 12.30–17.00, Framhaldsskólanum Mosfellsbæ, ætluð skólafólki, hönnuðum og sveitar-stjórnarmönnum.

Samstarfsaðilar: Samtök um skóla-þróun, Arkitektafélag Íslands, Kennarasamband Íslands, Mosfellsbær og Samtök ísl. sveitarfélaga.
Aðalfyrirlesarar: Anna Kristín Sigurðard., dósent HÍ, Pamela Woolner, lektor, Háskólanum Newcastle og Gonçalo Canto Moniz arkitekt og dósent við hönnunardeild Háskólans í Portó,  Portugal

 

Ráðsstefnan "Á flekamótum" - um skil milli skólastiga, skóla og frístundaheimilis, skóla og atvinnulífs og starfs og eftirlaunaára var haldin þann 25. apríl 2014 í samstarfi stofunnar og Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng). 

 

Samstarf um ráðgjafarráð

Stefnt er að sameiginlegu ráðgjafarráði stofunnar með Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi.

 

Samstarf um rannsóknir

Rannsóknastofa í upplýsingatækni og miðlun (RannUm) kemur að rannsókninni á Starfsháttum í grunnskólum.

Rannsóknin Sameining skóla - upplifun skólastjóra er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi og Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is