Menntakvika verður næst 2. október 2020

Starfsþróun Menntavísindastofnunar starfar á fagsviði uppeldis, menntunar og þjálfunar og er ætlað að þjóna þeim fagstéttum sem Menntavísindasvið menntar.

Rannsóknarstofa í tómstundafræðum

Aukin þekking á áhrifum tómstunda hefur opnað augu fólks fyrir mikilvægi þeirra fyrir velferð og þroska einstaklinga. Tómstundir skipa æ ríkari sess í lífi fólks á öllum aldri og eru mikilvægur hluti af uppeldi og menntun barna og ungmenna. Rannsóknir sýna jafnframt að á öllum æviskeiðum styður þátttaka í uppbyggilegum og jákvæðum tómstundum við velferð og líðan einstaklinga. Á vegum rannsóknarstofunnar taka vísindamenn og fagfólk höndum saman um að vinna rannsóknir og sinna brýnum og aðkallandi málefnum í íslensku samfélagi.

Að rannsóknarstofunni standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Félag fagfólks í frítímaþjónustu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is