Orðanefnd

Orðasafn í tómstundafræði

Orðasafn í tómstundafræði lítur í mars 2019 dagsins ljós í fyrsta skipti á Íslandi. Útgefandi þess er Rannsóknarstofa í tómstundafræði í samstarfi við Félag fagfólks í frítímaþjónustu og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Útgáfan er styrkt af Málræktarsjóði. Safnið er afrakstur starfs orðanefndar í tómstundafræði og er jafnframt hluti af Íðorðabankanum sem aðgengilegur er á netinu. 

Hér má nálgast fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræði 2019.

Vert er að taka fram að nú er verið að birta fyrstu útgáfu orðasafnsins en orðanefndin mun halda áfram að vinna með það safn hugtaka sem ekki birtast í fyrstu útgáfu orðasafnins. Velkomið er að senda á nefndina hugmyndir að skilgreiningu eða skýringu á hugtökum sem er mikilvægt að setja inn í safnið.  

Forsaga og hlutverk

Orðanefnd í tómstundafræðum var stofnuð í júní 2013 og hefur síðan þá unnið að gerð orðasafns í tómstundafræði. Þeir aðilar sem komu að stofnun nefndarinnar hafa í mörg ár fundið mjög sterkt fyrir því að fagleg og almenn umræða um tómstundir, frístundir, frítíma, æskulýðsmál og skyld svið er ekki nægilega skýr. Fræðasviðið er ungt á Íslandi og því hafa hugtakanotkun og orðræða mótast í starfi á vettvangi á ómarkvissan hátt. Því var talið brýnt að styrkja faglega orðræðu með stofnun orðanefndar og verður það eitt af verkefnum nefndarinnar að gefa út íðorðasafn með íslenskum og erlendum íðorðum með skilgreiningu lykilhugtaka. Það er mat nefndarinnar að slíkt veflægt orðasafn komi að miklu gagni fyrir starf á vettvangi, fagfólk, rannsóknir, nemendur í tómstundafræðum sem og stefnumörkun í æskulýðsmálum.

Orðanefnd í tómstundafræði birti 18. nóvember 2018 fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræðum til umsagnar. Farið var svo yfir umsagnir ásamt því að vinna nánar með ýmis hugtök. Orðasafnið var gefið formlega út við hátíðlega athöfn út 8. mars 2019. 

Nefndarmenn

  • Ágústa Þorbergsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Eygló Rúnarsdóttir, menntavísindasviði HÍ
  • Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Félagi fagfólks í frítímaþjónustu
  • Jakob Frímann Þorsteinsson, menntavísindasviði HÍ
  • Óskað hefur verið eftir skipun æskulýðsráðs á fulltrúa í nefndina

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is