Orðanefnd

Forsaga og hlutverk

Orðanefnd í tómstundafræðum var stofnuð í júní 2013 og hefur síðan þá unnið að gerð orðasafns í tómstundafræðum. Þeir aðilar sem komu að stofnun nefndarinnar hafa í mörg ár fundið mjög sterkt fyrir því að fagleg og almenn umræða um tómstundir, frístundir, frítíma, æskulýðsmál og skyld svið er ekki nægilega skýr. Fræðasviðið er ungt á Íslandi og því hafa hugtakanotkun og orðræða mótast í starfi á vettvangi á ómarkvissan hátt. Því var talið brýnt að styrkja faglega orðræðu með stofnun orðanefndar og verður það eitt af verkefnum nefndarinnar að gefa út íðorðasafn með íslenskum og erlendum íðorðum með skilgreiningu lykilhugtaka. Það er mat nefndarinnar að slíkt veflægt íðorðasafn komi að miklu gagni fyrir starf á vettvangi, fagfólk, rannsóknir, nemendur í tómstundafræðum sem og stefnumörkun í æskulýðsmálum.

Nefndarmenn

  • Ágústa Þorbergsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Eygló Rúnarsdóttir, menntavísindasviði HÍ
  • Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Félagi fagfólks í frítímaþjónustu
  • Jakob Frímann Þorsteinsson, menntavísindasviði HÍ
  • Unnsteinn Jóhannsson, æskulýðsráði

Íðorðabanki

Stefnt er að opnun íðorðabanka árið 2018

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is