Um stofnunina

Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun sem sinnir einnig starfsþróun á vettvangi menntavísinda. Stofnunin er starfrækt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. 
 
Meginhlutverk Menntavísindastofnunar er að:
  • efla rannsóknir og rannsóknaumhverfi innan Menntavísindasviðs og stuðla að miðlun og nýtingu þekkingar á þeim vettvangi sem sviðið þjónar, 
  • tryggja að skipulag og þróun íslenskra fræðslu- og menntamála geti verið byggt á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma,
  • styðja rannsóknarstofur og einstaka rannsakendur með því að veita aðstoð við gerð umsókna í rannsóknasjóði, bæði innlenda og erlenda samkeppnissjóði, auk annarra fjármögnunarleiða,
  • veita ráðgjöf og framkvæma rannsóknir í samstarfi við og/eða fyrir Menntavísindasvið, rannsóknarstofur, stofnanir, opinbera aðila og félagasamtök,
  • veita ráðgjöf og aðstoð við birtingu á niðurstöðum rannsókna,
  • aðstoða við skipulag rannsókna og styðja við þróunarverkefni sem unnin eru á sviðinu,
  • stuðla að símenntun og starfsþróun á vettvangi menntamála.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is