UPPTAKA AÐGENGILEG Málstofa 17. janúar 2019: Snara eða frelsi - áhrif opinberra stefnumótunar á leikskólastarf

Snara eða frelsi - áhrif opinberrar stefnumótunar á leikskólastarf

fór fram 17. janúar 2019, kl. 15:45-17:00 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs (gengið inn frá Háteigsvegi).

HÉR MÁ HLUSTA Á MÁLSTOFUNA

Málstofan var sú þriðja í röðinni í málstofuröð þar sem fjallað er um rannsóknir sem innlegg í mótun menntastefnu.

Kristín Dýrfjörð, dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri, hóf framsögu og umræðustjórar voru Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, og Jón Torfi Jónasson prófessor.

Ágrip
Vísbendingar eru um að stefnumótun og opinber tillmæli ásamt aukinni ábyrgðarskyldu bæði frá ríki og sveitarfélögum hafi töluverð áhrif á allt starf leikskóla. Dregið hafi úr faglegu sjálfræði og völdum þeirra sem starfa í leikskólum. Aðferðir og vinnubrögð sem eru nú meðtekin eru oft í andstöðu við þá uppeldisssýn og heimspeki sem starf leikskóla hefur lengstum byggst á. Á það hefur verið bent að með auknum áhrifum ytri aðila og annarra fagstétta hafi aðrir en leikskólakennarar sest í bílstjórasætið og ráði í raun för - leikskólakennarar hafi í raun verið jaðarsettir í eigin fagi og það séu aðrar fagstéttir sem afhendi leikskólanum aðferðir og hugmyndir til útfærslu. Hættan er að leikskólinn missi alfarið faglegt sjálfræði sitt. Þessar breytingar og þær þverstæður sem þeim fylgja verða til umfjöllunar í fyrirlestrinum. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is