UPPTAKA AÐGENGILEG - Málstofa 29. nóvember - Innleiðing menntastefnu og gæði skólastarfs

Innleiðing menntastefnu og gæði skólastarfs

29. nóvember 2018, kl.15:45-17:00
Húsnæði Menntavísindasviðs - gengið inn við Háteigsveg

Málstofan er önnur í málstofuröð þar sem fjallað er um rannsóknir sem innlegg í mótun menntastefnu.

Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor í menntastjórnun við Háskóla Íslands, hefur framsögu og umræðustjórar eru Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasamband Íslands, og Jón Torfi Jónasson prófessor.

HÉR MÁ HLUSTA Á MÁLSTOFUNA

Ágrip
Fjallað er um margvíslegar þversagnir sem birtast við innleiðingu menntastefnu, sem byggist m.a. á því hvaða sjónarhorn er tekið. Lagt er upp með ákveðinn ásetning en afleiðingar verða mögulega allt aðrar og ófyrirséðar. Því má halda því fram að stjórnvöld innleiði ekki stefnu heldur þeir sem starfa daglega í nánum tengslum við börn og ungmenni, þ.e. kennarar og stjórnendur. Í fyrirlestrinum er farið yfir þessar þversagnir og kynnt til sögunnar líkan um innleiðingu menntaumbóta sem er í vinnslu hjá rannsóknarhópi við Menntavísindasvið.

Anna Kristín er doktor á sviði skólaþróunar og faglegrar forystu í menntastofnunum. Rannsóknir hennar varða menntaumbætur á landsvísu. Hún hefur einkum skoðað hlut faglegs lærdómssamfélags í innleiðingu umbótaverkefna.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is