UPPTAKA AÐGENGILEG Málstofa 31. janúar - Menntastefna, stéttaskipting og menningarleg aðgreining í íslensku menntakerfi

Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs kynnir:

 

31. janúar 2019, kl. 15.45 – 17.00  í stofu H207 í húsnæði Menntavísindasviðs (gengið inn frá Háteigsvegi)

Málstofan er sú fjórða í málstofuröð þar sem fjallað er um rannsóknir sem innlegg í mótun menntastefnu.

Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur framsögu og umræðustjórar eru Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands og Jón Torfi Jónasson, prófessor.

 

HÉR MÁ NÁLGAST UPPTÖKU AF MÁLSTOFUNNI

 

Ágrip
Gefin verður innsýn í nýlegar og yfirstandandi rannsóknir um áhrif stéttar og uppruna í íslensku menntakerfi og birtingarmyndir stéttar- og menningarlegrar aðgreiningar í grunn- og framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og það sett í samhengi við stefnur og strauma í menntamálum. Gögnin eru unnin út frá kenningum Bourdieu um stétt og aðgreiningu (e. distinction).

Nýtt eru margvísleg gagnasöfn; m.a. viðtöl við stjórnendur, kennara, foreldra og nemendur og tölfræðigögn frá Hagstofu Íslands þar sem kortlögð er þróun búsetu í í þeim skólahverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem mestar breytingar hafa orðið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is