Vinnustofa með Elizabeth Peel

Á vegum RannKyn, Menntavísindasviði Háskóla íslands:  Vinnustofa með Elizabeth Peel, um hagnýta samræðugreiningu. 
 
Fimmtudaginn 25. ágúst, milli kl 15-17 í stofu H-201, Stakkahlíð, verður prófessor Elizabeth Peel með vinnustofu um hagnýta samræðugreiningu (applied conversation analysis). Hún mun ræða þær hugmyndir sem liggja að baki þessari aðferð: Hvaða möguleika hún býður upp á og hvaða takmarkanir hún hefur. 
 
Þessi vinnustofa ætti að gagnast öllum þeim sem eru að vinna úr eigindlegum gögnum, sérstaklega þeim sem byggja á viðtölum. Þetta er ekki hefðbundin samræðugreining þar sem athyglin beinist einkum að þeirri formgerð sem liggur að baki samræðum (t.d. hvernig það sem sagt er er uppbyggt) heldur er reynt að greina hvernig hægt er að breyta samskiptum. Vinnustofan ætti að vera góð viðbót fyrir þá sem eru að beita t.d. orðræðu- eða þemagreiningu. Jafnvel þó svo að hér sé um aðra aðferð að ræða þá beinir hún athyglinni að áhugaverðum eiginleikum í gögnunum sem víkkar sjónarhornið. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is