Heilsuhegðun ungra Íslendinga

Text

Breytingar á hreyfingu, svefni, þreki og andlegum þáttum

Heilsuhegðun ungra Íslendinga er langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga og tengsl þeirra við svefn, hreyfingu og skólaumhverfi. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við Háskóla Íslands.

Markmið rannsóknarinnar er að skoða stöðu og langtímabreytingar á hreyfingu, svefni, þreki, andlegum þáttum og heilsufarsþáttum íslenskra ungmenna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Metið er samband þessara þátta við heilsufar og námsárangur. Sérstök áhersla er lögð á að skoða svefnvenjur þessara ungmenna og skoða mögulegar breytingar á þeim frá 15 ára til 17 ára aldurs.

Hreyfingaleysi og offita meðal barna og ungmenna er vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum, og getur hamlað daglegri virkni ungmenna og leitt til víðtækra afleiðinga síðar á ævinni. Minnkun í líkamlegri hreyfingu virðist sérstaklega eiga sér stað á unglingsaldri.

Image
Image
""

 

Image
""