OPIN NÁMSKEIÐ

Image
""

OPIN NÁMSKEIÐ

Á Menntavísindasviði er boðið upp á opin námskeið (starfsþróunarnámskeið) á fjölmörgum sviðum menntavísinda. Ekki þarf að sækja um formlegt nám við Háskóla Íslands til að geta sótt um inntöku í þessi námskeið. Námskeiðin eru metin til eininga sé þeim lokið með tilskildum árangri og hægt er að sækja um að fá þau metin inn á námsleið sé vilji til frekara náms. 

Opin námskeið eru ætluð fólki með háskólapróf sem vill sækja sér endurmenntun á háskólastigi

Umsókn og skráningargjald 

  • Skráning á vornámskeið er hafin og lýkur 30. nóvember.
  • Sótt er um á umsóknarsíðu Háskóla Íslands hér
  • Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2021.
  • Skráningargjald er 55.000 kr. fyrir allt að tvö námskeið á misserinu.
  • Hægt er að sækja um styrki t.d. frá Vonarsjóði KÍ. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins

Athugið!

  • Einstaklingar greiða að hámarki kr. 75.000 á skólaári. Þau sem fá inntöku í námskeið á haustmisseri 2021 greiða einungis kr. 20.000 fyrir allt að tvö námskeið á vor- og sumarmisseri 2022.
  • Leyfilegt er að skrá sig að hámarki í tvö námskeið á einu misseri. 

Námskeiðin eru öll einingabær, ýmist í grunn- eða framhaldsnámi og eru þau merkt G, M eða F 

  • Einstaklingar sem hafa lokið amk. 120 einingum í bakkalárnámi geta sótt um inntöku í G og/eða M námskeið. 
  • Einstaklingar sem hafa lokið fullgildri bakkalárgráðu geta sótt um öll námskeið á listanum (G, M og/eða F). 

Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu við HÍ eftir 1981 þurfa hvorki að skila inn staðfestu afriti á pappír af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini. Allir aðrir eru beiðnir um að senda staðfest afrit af prófskírteini. Með staðfestum afritum er átt við ljósrit sem eru staðfest með stimpli í lit og með undirskrift frá viðkomandi skóla, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn. 

COVID-19: Kennsla á öllum námskeiðum verður aðlöguð að samkomutakmörkunum hverju sinni.

Vakin er athygli á mikilvægi þess að nemendur kynni sér vel kennslufyrirkomulag hvers námskeiðs. Sömu kröfur gilda fyrir nemendur opnu námskeiðanna og almennra nemenda Háskóla Íslands hvað varðar verkefnaskil og mætingu.

Námskeið í boði vorið 2022 (skráning er hafin)

Algild hönnun (M)

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (F) - fjarnám er í boði á þessu námskeiði- sjá forkröfur á síðu námskeiðsins

Félags- og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun (M)

Frístundalæsi (G)

Fræðslustarf, nýsköpun og atvinnulíf (F) 

Hugmynda- og hönnunarvinna (M)

Kynbundið ofbeldi: forvarnir og fræðsla (G) - Námskeiðið er ætlað starfsfólki leik-,grunn- og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Hámarks nemendafjöldi verður á námskeiðið og eftir það verður hægt að skrá sig á biðlista.

Leikir í frístunda- og skólastarfi (G)

Listin að skapa tónlist (G)

Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur (M)

Samstarf í frístunda- og skólastarfi  (G)

Samstarf í frístunda- og skólastarfi  (F)

Sértækt hópastarf í félags- og æskulýðsmálum (G)

Siðfræði og samfélag (F) 

Stjórnun og menntun- reynsla af vettvangi (F) Þetta námskeið er einungis opið þeim sem hafa verið formlega teknir inn á námsbrautina Menntastjórnun og matsfræði og hafa lokið skyldunámskeiðum á viðkomandi námsleið. 

Tómstundir og börn (G)

Tómstundir og unglingar (G)

Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki (G)

Unglingsárin: Áskoranir og tækifæri (G) - fjarnám er í boði á þessu námskeiði

Viðburða og verkefnastjórnun (G)

 

Algild hönnun (M) 

Fræðslustarf, nýsköpun og atvinnulíf (F) ​

Fötlun og lífshlaup ​​​​​​(G)

Heilsuhegðun og fæðuval (M)

Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur (M)

Samskipti forledra og barna (F) Námskeiðið er ætlað þeim sem eru innritaðir á námsleiðina foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf en aðrir nemendur geta skráð sig í námskeiðið ef pláss er (nemendur á námsleiðinni ganga fyrir) - sjá forkröfur á síðu námskeiðsins

Sértækt hópastarf í félags og æskulýðsmálum (G)

Siðfræði og samfélag (F)

Sjálfið og þróun sjálfsmyndar (G) námskeiðið er kennt á ensku

Starfstengd leiðsögn og handleiðsla (M)

Unglingsárin: Áskoranir og tækifæri (G) - fjarnám er í boði á þessu námskeiði

Fræðslustarf, nýsköpun og atvinnulíf (F) ​

Gæðastjórnun í símenntun (F)

Samskipti foreldra og barna (F)  Námskeiðið er ætlað þeim sem eru innritaðir á námsleiðina foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf en aðrir nemendur geta skráð sig í námskeiðið ef pláss er (nemendur á námsleiðinni ganga fyrir) - sjá forkröfur á síðu námskeiðsins

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (F)

Starfstengd leiðsögn og handleiðsla (M)

 

Algild hönnun (M)

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (F) - fjarnám er í boði á þessu námskeiði- sjá forkröfur á síðu námskeiðsins

Fötlun og lífshlaup (G) fjarnám 

Heilbrigði og velferð- heilsueflandi samfélag (G) staðnám og fjarnám

Heilsuhegðun og fæðuval (M)

Kynbundið ofbeldi: forvarnir og fræðsla (G) - Námskeiðið er ætlað starfsfólki leik-,grunn- og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Hámarks nemendafjöldi verður á námskeiðið og eftir það verður hægt að skrá sig á biðlista.

Unglingsárin: Áskoranir og tækifæri (G) - fjarnám er í boði á þessu námskeiði

 

Fagmennska, samstarf, félagsfærni og sjálfsefling 

Félags- og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun  (M)

Fjölskyldur í nútímasamfélagi  (G) 

Fræðslustarf, nýsköpun og atvinnulíf (F)

Heilsuhegðun og fæðuval (M)

Leikur og skapandi starf (F)

Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur  (M)

Samskipti foreldra og barna (F)

Siðfræði og samfélag  (F)

Stjórnun og menntun - reynsla af vettvangi (F) - Þetta námskeið er einungis opið þeim sem hafa verið formlega teknir inn á námsbrautina Menntastjórnun og matsfræði og hafa lokið skyldunámskeiðum á viðkomandi námsleið. 

Íslenska og stærðfræði

Barnabókmenntir fyrir yngri börn (G)

Gleðin í málinu: Árangursríkt leik- og grunnskólastarf (F) Lágmarks fjöldi nemenda til að námskeiðið verði kennt er 23 nemendur

Íslenska sem annað mál  (F)

Þróun stærðfræðihugmynda ungra barna  (F)

 

Fagmennska, samstarf, félagsfærni og sjálfsefling 

Félags og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun (M)

Fjölskyldur í nútímasamfélagi  (G)

Fræðslustarf, nýsköpun og atvinnulíf  (F)

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og unglinga  (F)

Samskipti foreldra og barna  (F)

Samstarf í frístunda- og skólastarfi- Grunnnám (G)

Samstarf í frístunda- og skólastarfi- Framhaldsnám (F)

Siðfræði og samfélag  (F)

Stjórnun og menntun- reynsla af vettvangi (F) Þetta námskeið er einungis opið þeim sem hafa verið formlega teknir inn á námsbrautina Menntastjórnun og matsfræði og hafa lokið skyldunámskeiðum á viðkomandi námsleið. 

Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki (G)

Læsi, tungumál og stærðfræði

Þróun stærðfræðihugmynda ungra barna  (F)

Bókmenntakennsla  (M)

Gleðin í málinu : Árangursríkt leik- og grunnskólastarf (F) Lágmarks fjöldi nemenda til að námskeiðið verði kennt er 23 nemendur

Hugbúnaðarnotkun í stæðrfræðikennslu- forritið GeoGebra  (G)

Íslenska II  (G)

Íslenska sem annað mál  (F) 

Lestur og miðlun akademískra texta (F)

Mál og miðlun  (G)

Námsmat í tungumálanámi (F) námskeiðið er kennt á ensku 

Rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar- stærðfræðikennarinn  (M) mætingaskylda er í málstofur og umræðutíma

Straumar og stefnur í enskukennslu  (M) námskeiðið er kennt á ensku 

Náttúrugreinar og Heilbrigði

Að kenna um hreyfingu, krafta, orku og umhverfi  (G)

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (F) nemendur þurfa að hafa lokið námskeiði á meistarastigi í eigindlegum aðferðum

Heilbrigði og velferð - heilsueflandi samfélag  (G)

Heilsuhegðun og fæðuval  (M)

Heimabyggðin (M)

Kynbundið ofbeldi: forvarnir og fræðsla  (G) námskeiðið er ætlað starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva

Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur  (M)

Nám og náttúruvísindi á 21. öld (M)

Rými til sköpunar og samþættingar í skólastarfi: Stærðfræði, náttúrugreinar og upplýsingatækni (M)

Sjálfið og þróun sjálfsmyndar  (G) námskeiðið er kennt á ensku 

Unglingsárin: Áskoranir og tækifæri  (G)

Útikennsla og græn nytjahönnun  (M) 

 

Önnur námskeið 

Fjarnám og kennsla  (F)

Hnattvæðing og menntun  (G) námskeiðið er kennt á ensku 

Development and self (G) 

Globalisation and education (G)

Language assessment and language teaching (F)

Learning and second language acquisition (G)

Sociology and history of education: Iceland in the community of nations (G)

Please contact Katrín Valdís Hjartardóttir (kava@hi.is) for information regarding registration and admission requirements. 

Nánari upplýsingar

Mynd af Katrín Valdís Hjartardóttir Katrín Valdís Hjartardóttir Verkefnisstjóri 5255911 kava [hjá] hi.is