Fræðsla og námskeið
Starfsþróun Menntavísindastofnunar býður upp á fjölbreytta fræðslu og námskeið tengt skóla- og frístundastarfi. Skólar, skólaskrifstofur, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar geta pantað til sín fræðslu og námskeið. Fræðafólk við Menntavísindasvið Háskóla Íslands setur saman fræðsluna og sér um kennslu á námskeiðum. Einnig er samið við fólk utan sviðsins um námskeiðahald á þeirra sérsviði.
Námskeið og fræðsla í boði
Styttri námskeið spanna 1-2 kennslustundir upp í 1-2 daga. Hægt er að sníða fræðslu og námskeið inn á starfsmannafundi.
Fagmennska kennara
Einstaklingsmiðað nám – og kennsla í blönduðum bekk
Umsjónarkennarinn og bekkjarstjórnun
Íslenska
Orðhlutaleið í stafsetningarkennslu
List- og verkgreinar
Námskeið fyrir tónmenntakennara - Tónlist og hreyfing
Náttúrugreinar
Náttúrureinar og grunnþættir menntunar
Sjálfbærni í kennslugreinum grunn- og framhaldsskóla
Nýsköpunarmennt
Samfélagsgreinar
Stærðfræði
Tungumálakennsla
Lengri námskeið spanna 8-10 kennslustundir upp í nokkurra daga námskeið þar sem þátttakendur vinna með efni námskeiðsins á milli þess sem þeir hittast á nokkurra vikna fresti.
Fagmennska kennara
Einstaklingsmiðað nám – og kennsla í blönduðum bekk
Umsjónarkennarinn og bekkjarstjórnun
Íslenska
Orðhlutaleið í stafsetningarkennslu*
Náttúrugreinar
Náttúrureinar og grunnþættir menntunar
Sjálfbærni í kennslugreinum grunn- og framhaldsskóla
Nýsköpunarmennt
Stjórnun
Stærðfræði
Námskeið um einingakubba og stærðfræði í leikskólum
Tungumálakennsla
Danskt talmál - munnleg tjáning í kennslu
Upplýsingatækni í tungumálakennslu
*Möguleiki er á að panta námskeiðið sem einingabært námskeið.
Starfsþróun Menntavísindastofnunar vinnur að gerð einingabærra námskeiða með stofnunum sem koma að skóla- og frístundastarfi. Námskeiðunum er ætlað að mæta þörfum vettvangs um starfsþróun. Sum námskeiðanna hafa verið í boði án eininga fyrir það fólk sem uppfyllir ekki kröfur um inntöku en vill styrkja sig í starfi.
Námskeið sem hafa orðið til í slíku samstarfi og eru í boði skólaárið 2020-21 eru:
- Haustmisseri 2020
- Vormisseri 2021
Önnur námskeið eru:
- Grunnskólakennarinn 2020, sumarnámskeið
Á hverju misseri stendur fólki af vettvangi til boða að sækja um inntöku í Opin námskeið á Menntavísnasviði. Umsóknarfrestur er 5. júní fyrir námskeið á haustmisseri og 30. nóvember fyrir námskeið á vor- og sumarmisseri.
Pöntun og upplýsingar
Hafir þú óskir um námskeið en finnur ekkert á listanum sem hentar þínu fólki getum við sérsniðið námskeið fyrir þinn hóp. Pöntun á námskeiði og nánari upplýsingar fást hjá:
![]() |
Ester Ýr Jónsdóttir | Verkefnisstjóri | 5255531 | esteryj [hjá] hi.is |