Menntafléttan - námssamfélög í skóla- og frístundastarfi
Skráningu á námskeið skólaársins 2022-2023 er lokið.
Menntafléttan - námssamfélög í skóla- og frístundastarfi er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambands Íslands. Lesa má um hugmyndfræði Menntafléttunnar á heimasíðu Menntamiðju og í grein eftir verkefnastjóra Menntafléttunnar sem birtist í skólaþráðum í lok apríl 2021.
Stjórnendur allra skólastiga og -gerða (leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla)
Leikskóli
- Náttúruvísindi, tækni og málörvun í leikskóla ATH! Þetta námskeið hefst í júní
- Fyrstu skrefin í leikskólanum ATH! Þetta námskeið hefst í júní
- fyrir þau sem starfa með börnum upp að þriggja ára aldri
- Vísindasmiðjur fyrir yngstu börnin í leikskólanum
- fyrir þau sem starfa með börnum upp að þriggja ára aldri
- Málörvun með sögum og söng
- Stærðfræðin í umhverfi leikskólabarna
- Talaðu við mig: Gæðamálörvun í leikskóla
- Móðurmál, íslenska sem annað mál og virkt fjöltyngi í leikskóla
- Íslenskuþorp í leikskólum um land allt
- fyrir starfsfólk leikskóla sem hefur annað móðurmál en íslensku
Grunnskóli
1.-10. bekkur
- Stafræn borgaravitund
- Fjölbreytileiki og farsæld í skólastarfi
- fyrir kennara og fagfólk í stoðþjónustu grunnskólans
- Kynbundið ofbeldi: Forvarnir og fræðsla
- Fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum, tómstunda- og félagsmálafræðinga og starfsfólk í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum og æskulýðsstarfi, skólahjúkrunarfræðinga, fólk sem sér um félagsstörf nemenda, sálfræðinga og annað fólk í stoðþjónustu skóla- og frístundastarfs frá upphafi grunnskólans til loka framhaldsskólans
- Leiðsagnarnám fyrir grunnskólakennara - fyrstu skrefin
- Fyrir grunnskóla sem eru að hefja vinnu við innleiðingu leiðsagnarnáms
- Leiðsagnarnám í grunnskóla fest í sessi
- fyrir þá grunnskóla sem eru komnir áleiðis með innleiðingu leiðsagnarnáms
- Lestrarsamfélagið: Áhugahvöt og áhrifavaldar
- fyrir fagfólk skólabókasafna og kennara
- Náttúran í gegnum linsuna
- Náttúrufræðin í höndum nemenda
Yngsta stig grunnskóla
Miðstig grunnskóla
Mið- og unglingastig
7.-10. bekkur
Unglingastig
- Stærðfræði og forritun á unglingastigi
- Greindu betur - Samþætting, stærðfræði, tölfræði og samfélagsgreina
- fyrir kennara sem vilja samþætta félagsgreinar, stærðfræði, tölfræði og upplýsingalæsi
Framhaldsskóli
- Leiðsagnarnám og námskraftur í framhaldsskóla
- Stærðfræði og forritun í framhaldsskóla
- Greindu betur - Samþætting, stærðfræði, tölfræði og samfélagsgreina
- fyrir kennara sem vilja samþætta félagsgreinar, stærðfræði, tölfræði og upplýsingalæsi
- Kynbundið ofbeldi: Forvarnir og fræðsla
- Fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum, tómstunda- og félagsmálafræðinga og starfsfólk í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum og æskulýðsstarfi, skólahjúkrunarfræðinga, fólk sem sér um félagsstörf nemenda, sálfræðinga og annað fólk í stoðþjónustu skóla- og frístundastarfs frá upphafi grunnskólans til loka framhaldsskólans
Námskeið fyrir fjölbreytta hópa
- Stuðningsfulltrúar og frístundaleiðbeinendur efla sig í starfi
- fyrir stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinendur - auk kennara (sem taka þátt í hluta námskeiðsins)
- Kynbundið ofbeldi: Forvarnir og fræðsla
- Fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum, tómstunda- og félagsmálafræðinga og starfsfólk í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum og æskulýðsstarfi, skólahjúkrunarfræðinga, fólk sem sér um félagsstörf nemenda, sálfræðinga og annað fólk í stoðþjónustu skóla- og frístundastarfs frá upphafi grunnskólans til loka framhaldsskólans
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, kennara og viðfangsefni er að finna í lýsingu hvers námskeiðs.
Skráning á námskeið skólaársins 2022-2023 fer fram á www.menntamidja.is.
Verkefnastjórar bjóða skólum og stofnunum kynningu á Menntafléttunni.
Nánari upplýsingar
![]() |
Oddný Sturludóttir | Aðjunkt | 6980033 | oddnys [hjá] hi.is |
Markmið Menntafléttunnar er að efla námssamfélög kennara og starfsfólks í leik,- grunn- og framhaldsskólum sem og í frístundastarfi. Menntafléttan skapar nýja möguleika til starfsþróunar og byggir á hugmyndafræði leiðtoganáms og jafningjarýni í eigið starf. Starfsþróun sem byggir á stuðningi við námssamfélög samstarfsfólks byggir á rannsóknum á því hvað reynist best í starfsþróun kennara, að hún:
- sé rauntengd við aðstæður náms og kennslu,
- sé studd markvissri leiðsögn samstarfsfólks og stjórnenda,
- byggi á aðferðum jafningjamats og endurgjafar og
- grundvallist á gagnrýninni samræðu um nám og kennslu á eigin vettvangi.
Lykilatriði er að skapa samfélag innan skóla og starfsstaða þar sem kennarar og annað starfsfólk ræðir saman um ólíkar aðferðir, deilir þekkingu, ögrar og hvetur hvert annað áfram í stöðugri umleitan til umbóta. Áhersla er lögð á að tengja viðfangsefni námskeiða Menntafléttunnar markvisst við eigið starf þátttakenda og nám og vellíðan barna og ungmenna. Námskeið byggjast upp á þróunarhringjum sem fylgja fjórum skrefum:
- Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar
- Þátttakendur funda með teyminu sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi
- Þátttakendur og teymið þeirra framkvæmir og skrá hjá sér athuganir
- Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig börnin/ungmennin brugðust við.
Viðfangsefni hvers námskeiðs Menntafléttunnar er skýrt afmarkað og hagnýtt. Markmiðið er að námskeiðin fléttist saman við daglegt starf þátttakenda, innan þess svigrúms sem þeir hafa til starfsþróunar.
Námskeið Menntafléttunnar eru kennd í stað- eða fjarnámi og því er aðgengi allra að leiðtoganámskeiðum tryggt, um land allt.
Menntafléttan-námssamfélög í skóla- og frístundastarfi: Stuðningur við þróun námssamfélaga
Stutt kynningarmyndband um Menntafléttuna.
Menntafléttan - námssamfélög í skóla- og frístundastarfi: Mikilvægt hlutverk skólastjórnenda
Menntafléttan- námssamfélög í skóla- og frístundastarfi: Mikilvægt hlutverk skólastjórnenda
Menntafléttan - námssamfélög í skóla og frístundastarfi
Að skapa námssamfélag þar sem margir koma að því að þróa starfið og bæta