Efst á baugi í starfsþróun

Starfsþróun Menntavísindastofnunar býður upp á fjölbreytt úrval tækifæra til starfsþróunar.

Starfsþróun vinnur að gerð einingabærra námskeiða með stofnunum sem koma að skóla- og frístundastarfi. Námskeiðunum er ætlað að mæta þörfum vettvangs um starfsþróun. Sum námskeiðanna hafa verið í boði án eininga fyrir það fólk sem uppfyllir ekki kröfur um inntöku en vill styrkja sig í starfi. Námskeið sem hafa orðið til í slíku samstarfi og eru í boði skólaárið 2020-21 eru:

Á hverju misseri stendur fólki af vettvangi til boða að sækja um inntöku í Opin námskeið á Menntavísnasviði. Umsóknarfrestur er 5. júní fyrir námskeið á haustmisseri og 30. nóvember fyrir námskeið á vor- og sumarmisseri.

Samstarf Menntavísindasviðs við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Menntavísindasvið Háskóla Íslands og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og hafa gert með sér samning sem felur í sér að skóla- og frístundasvið greiðir fyrir skipulag og utanumhald sértækra námskeiða, auk ráðgjafar og leiðsagnar frá Menntavísindasviði til starfsstaða og MVS hýsir viðburði og kynnir starfsemi SFS á sviðinu. Má þar til dæmis nefna viðburði þar sem menntastefnan og áhugaverðar rannsóknarhugmyndir fyrir meistaranema eru kynntar. Einnig má nefna viðburði þar sem nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi eru kynnt. Starfsstaðir geta óskað eftir að fá fræðslu og ráðgjöf frá kennurum á menntavísindasviði með því að hafa samband við Ester Ýri Jónsdóttur, starfsþróunarstjóra á Menntavísindastofnun.

 

Hér má nálgast frekari upplýsingar um samstarfið.

Image