Íslenskar æskulýðsrannsóknir

HBSC og ESPAD rannsóknarverkefnin eru æskulýðsrannsóknir sem gerðar hafa verið á nokkurra ára fresti undanfarin 20 ár

HBSC samtökin eru þverþjóðleg rannsóknarsamtök sem skoða heilsu og lífskjör skólanema í 6., 8. og 10 bekk í grunnskóla.

Rannsóknin er lögð fyrir í yfir 40 löndum á fjögurra ára fresti.

Ársæll Már Arnarsson, prófessor í félags- og tómstundafræði við Háskóla Íslands, er umsjónar- og ábyrgarmaður HBSC á Íslandi.

...

ESPAD rannsóknarverkefnið

Á Íslandi er ESPAD-rannsóknin unnin í samvinnu Rannsóknarstofu í tómstundarfræðum og Menntavísindastofnunar við Háskóla Íslands. Ársæll Arnarsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ábyrgðarmaður verkefnisins.

Undanfarin rúm tuttugu ár hafa tugir sérfræðinga og háskólanema við íslenska háskóla tekið virkan þátt í ESPAD á Íslandi og hefur verkefnið meðal annars notið styrkja frá Áfengis- og vímuvarnarráði, Lýðheilsustöð, Jafnréttissjóði, Háskólasjóði KEA, Heilbrigðisráðuneytinu, Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.

ESPAD lógó