Rannsóknarstofa í tómstundafræði

Texti

Tilgangur rannsóknastofunnar er að skapa vettvang fyrir umræðu og samstarf hagsmunaaðila, efla rannsóknir og stuðla að starfsþróun á vettvangi frítímans.

Á vegum rannsóknastofunnar taka vísindamenn og fagfólk höndum saman um að vinna rannsóknir og sinna brýnum og aðkallandi málefnum í íslensku samfélagi.

Mynd
Image
""

Ráðstefnan Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2024 - Farsæld barna og ungmenna - Í hjarta æskulýðsstarfs var haldin dagana 25. og 26. janúar á Hilton Reykjavík Nordica hótel.

- Fimmtudaginn 25. janúar var ráðstefnan með key note fyrirlesurum og panel umræðum milli klukkan 13:00 og 16:30. Þema ráðstefnunnar er farsæld, inngilding og Evrópusamstarf.
- Föstudaginn 26. janúar voru málstofur um nýjustu rannsóknir, kynning á Evrópuverkefnum og þróunarverkefnum af vettvangi milli klukkan 09:00 og 12:30.
 

Nánari upplýsingar um viðburðinn er hér: 

Ráðstefnusíða viðburðarins

Upptaka af ráðstefnunni- dagur 1

Upptaka af ráðstefnunni - dagur 2

Dagskrá:
Fimmtudaginn 25. janúar
13:00 Setningarræða
13:10 Íslenska æskulýðsrannsóknin - Tómstundastarf - Ragný Þóra Guðjohnsen
13:40 Outreach Youth Work - Reflections on theory, method and ethics - Bjorn Anderson
14:20 Kaffihlé
14:50 Inngildandi æskulýðsstarf - Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
15:10 Ég er komin heim - Vanda Sigurgeirsdóttir
15:30 Heita sætið - Panelumræður
16:20 Tækifæri og sókn í Evrópu - Óli Örn Atlason og Guðmundur Ari Sigurjónsson
16:30 Ráðstefnunni frestað og boðið upp á léttar veitingar

Föstudaginn 26. janúar verða málstofur um nýjustu rannsóknir, kynning á Evrópuverkefnum og þróunarverkefnum af vettvangi. Boðið verður upp á hádegisverð að loknum málstofum.

09:30 - Fyrri málstofur hefjast
10:45 - Kaffihlé
11:15 - Seinni málstofur hefjast
12:30 - Hádegismatur frá VOX

Íslenskar æskulýðsrannsóknir eru skipulagðar af Háskóla Íslands, Landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, Æskulýðsráði ríkisins, Samfés og Félagi fagfólks í frístundaþjónustu.

Tækifæri og áskoranir í nýju landslagi

Dagsetning:
31. mars 2022

Staðsetning:
Hitt húsið, Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Reykjavík
Hluta dagskrárinnar verður streymt

Tími:
Kl. 9:00-16:00

Boðið verður upp á kaffiveitingar og hádegismat

Ráðstefnugjald: 4500 kr.
Fyrir nema: 3000 kr.
Þátttaka í streymi: 1500 kr.

SKRÁNING FER FRAM HÉR
 

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Takið daginn frá!

Facebookviðburðurinn er hér

Tekið er á móti ágripum til 8 mars á netfanginu gas19@hi.is

 

Dagskrá rannsóknarstofu í tómstundafræði

 

09:00 - Ásmundur Einar Daðason - Mennta- og barnamálaráðherra setur ráðstefnuna
09:15 - Ráðstefnustjóri tekur við stjórn
09:20 - Svava Gunnarsdóttir formaður Æskulýðsráðs kynnir nýja stefnu í tómstunda- og félagsmálum til ársins 2030
09:35 - Ársæll Már Arnarsson prófessor kynnir nýtt fyrirkomulag æskulýðsrannsókna á Íslandi
10:05-10:35 - Af hverju raungerast stefnur ekki? Innleiðing stefnu og framkvæmd breytinga - Halldóra G. Hinriksdóttir MBA, forstöðumaður Seðlavers RB og skáti
10:35 - Kaffi hlé
11:00 - Panelumræða og spurningar úr sal - Hvað viljum við rannsaka og hvernig nýtist ný stefna í starfi?
12:00 Hádegismatur
13:00 - Málstofur 1 og 2
1. Virkni og þátttaka ungs fólks
2. Sjálfsefling og uppbygging í tómstundum
14:15 - Kaffi hlé
14:30 - Málstofur 3 og 4
3. Fjölbreytileiki í tómstundastarfi
4. Tómstundir í gegnum lífið
15:45 – Lokaslútt

 

 

Málstofa 1 - Virkni og þátttaka ungs fólks

- Efling félagslegrar virkni barna í Breiðholti - Þórdís Lilja Gísladóttir, dósent HÍ

- Virkni og atvinna ungs fólks - Breki Bjarnason, atvinnuráðgjafi í Hinu húsinu

- Bæjarstjórn unga fólksins - Andri Ómarsson verkefnastjóri Hafnarfirði

 

Málstofa 2 - Sjálfsefling og uppbygging í tómstundum

- Sjálfsefling valáfangi í framhaldsskóla - Áróra Helgadóttir, sjálfsræktarþjálfari og kennari

- Liggur þér eitthvað á hjarta? - Margrét Gauja, forstöðukona í ungmennahúsinu Hamarinn í Hafnarfirði

- Leiðtogaskóli Íslands - Geir Finsson, forseti LUF

 

Málstofa 3 - Fjölbreytileiki í frístundastarfi

- Hinsegyn – Hinseginvænni Grafarvogur og Kjalarnes - Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, aðstoðarforstöðumaður Sigynjar

- Áskoranir og ábyrgð í starfi með börnum og ungmennum með flóttamannsbakgrunn - Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, aðjúnkt í Háskóla Íslands

- Vinna með hælisleitendum, flóttafólki og fjölbreyttri flóru fólks í félagsmiðstöðvum - Ása Kristín Einarsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð

 

Málstofa 4 - Tómstundir í gegnum lífið

- Félagsmiðstöðvar eldri borgara - Árni Guðmundsson aðjúnkt í Háskóla Íslands

- Ferðamennska og tómstundir - Jakob Frímann Þorsteinsson aðjúnkt í Háskóla Íslands

Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2021: Hvert er ferðinni heitið? 

Ráðstefnan var haldin 8. apríl 2021
 

Lykilfyrirlesarar voru: 

  • Ársæll Már Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra æskulýðsvettvangsins, handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar og meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands
  • Tim Corney, dósent frá Victoria University í Melbourne, Ástralíu

Að ráðstefnunni stóðu: Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Rannsóknarstofa í tómstundafræði, Rannsóknarstofa í bernsku og æskulýðsfræðum og Æskulýðsráð.
Ráðstefnan var unnin í góðu samstarfi við SAMFÉS, FÍÆT – Félag íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa og FFF – Félag fagfólks í frítímaþjónustu.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST UPPTÖKU AF RÁÐSTEFNUNNI

Lykilfyrirlesarar

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST KYNNINGU Á ÞEMAHEFTI FRÍSTUNDAHEIMILA

Kynningin var unnin í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Markmið

Markmið stofunnar er að efla rannsóknir á sviði tómstundafræða og skyldra sviða og vera vettvangur þróunar á sviðinu. Rannsóknarstofunni er ætlað það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu.
 
Megináherslur í rannsóknum eru:

  • Tómstundir mismunandi aldurshópa
  • Reynslumiðað nám
  • Óformlegt nám
  • Félagsuppeldisfræði
  • Lýðræði
  • Félagsmál
  • Tómstundamenntun
  • Menntun á sviði tómstundafræða og
  • Starfþróun fagfólks

Stofan er vettvangur fyrir og tekur þátt í umræðu um tómstundafræði og tekur að sér verkefni sem til hennar er beint. Rannsóknarstofan er vettvangur fyrir meistara- og doktorsnema til að taka þátt í rannsóknum og taka að sér rannsóknarverkefni sem til stofunnar er beint. 
 
Aukin þekking á áhrifum tómstunda hefur opnað augu fólks fyrir mikilvægi þeirra fyrir velferð og þroska einstaklinga.

Tómstundir skipa æ ríkari sess í lífi fólks á öllum aldri og eru mikilvægur hluti af uppeldi og menntun barna og ungmenna.

Rannsóknir sýna jafnframt að á öllum æviskeiðum styður þátttaka í uppbyggilegum og jákvæðum tómstundum við velferð og líðan einstaklinga.

Á vegum rannsóknarstofunnar taka vísindamenn og fagfólk höndum saman um að vinna rannsóknir og sinna brýnum og aðkallandi málefnum í íslensku samfélagi.
 
Að rannsóknarstofunni standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Félag fagfólks í frítímaþjónustu.

Stjórn

  • Eygló Rúnarsdóttir, aðjunkt tómstunda- og félagsmálafræði
  • Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt tómstunda- og félagsmálafræði
  • Soffía Pálsdóttir, SFS Reykjavíkurborg / Félag fagfólks í frítímaþjónustu
  • Ómar Einarsson, ÍTR Reykjavíkurborg 
  • Valur Rafn Halldórsson, Samband íslenskra  sveitarfélaga

Aukin þekking er á áhrifum tómstunda hefur opnað augu fólks fyrir mikilvægi þeirra fyrir velferð og þroska einstaklinga.

Tómstundir skipa æ ríkari sess í lífi fólks á öllum aldri og eru mikilvægur hluti af uppeldi og menntun barna og ungmenna.

Rannsóknir sýna jafnframt að á öllum æviskeiðum styður þátttaka í uppbyggilegum og jákvæðum tómstundum við velferð og líðan einstaklinga.

Á vegum rannsóknarstofunnar taka vísindamenn og fagfólk höndum saman um að vinna rannsóknir og sinna brýnum og aðkallandi málefnum í íslensku samfélagi.

Hér, í sérriti Netlu Veftímariti um uppeldi og menntun: Menntakerfi og heimili á tímum COVID-19, má nálgast fræðigreinina Reynsla stjórnenda félagsmiðstöðva og frístundaheimila á tímum samkomubanns vegna COVID-19 vorið 2020, eftir Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, Ársæl Má Arnarsson og Steingerði Kristjánsdóttur. 

Orðasafn í tómstundafræði

Orðasafn í tómstundafræði lítur í mars 2019 dagsins ljós í fyrsta skipti á Íslandi. Útgefandi þess er Rannsóknarstofa í tómstundafræði í samstarfi við Félag fagfólks í frítímaþjónustu og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Útgáfan er styrkt af Málræktarsjóði. Safnið er afrakstur starfs orðanefndar í tómstundafræði og er jafnframt hluti af Íðorðabankanum sem aðgengilegur er á netinu. 

Hér má nálgast fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræði 2019.

Vert er að taka fram að nú er verið að birta fyrstu útgáfu orðasafnsins en orðanefndin mun halda áfram að vinna með það safn hugtaka sem ekki birtast í fyrstu útgáfu orðasafnins. Velkomið er að senda á nefndina hugmyndir að skilgreiningu eða skýringu á hugtökum sem er mikilvægt að setja inn í safnið.  
 

Forsaga og hlutverk

Orðanefnd í tómstundafræðum var stofnuð í júní 2013 og hefur síðan þá unnið að gerð orðasafns í tómstundafræði. Þeir aðilar sem komu að stofnun nefndarinnar hafa í mörg ár fundið mjög sterkt fyrir því að fagleg og almenn umræða um tómstundir, frístundir, frítíma, æskulýðsmál og skyld svið er ekki nægilega skýr. Fræðasviðið er ungt á Íslandi og því hafa hugtakanotkun og orðræða mótast í starfi á vettvangi á ómarkvissan hátt. Því var talið brýnt að styrkja faglega orðræðu með stofnun orðanefndar og verður það eitt af verkefnum nefndarinnar að gefa út íðorðasafn með íslenskum og erlendum íðorðum með skilgreiningu lykilhugtaka. Það er mat nefndarinnar að slíkt veflægt orðasafn komi að miklu gagni fyrir starf á vettvangi, fagfólk, rannsóknir, nemendur í tómstundafræðum sem og stefnumörkun í æskulýðsmálum.

Orðanefnd í tómstundafræði birti 18. nóvember 2018 fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræðum til umsagnar. Farið var svo yfir umsagnir ásamt því að vinna nánar með ýmis hugtök. Orðasafnið var gefið formlega út við hátíðlega athöfn út 8. mars 2019.
 

Nefndarmenn

  • Ágústa Þorbergsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Eygló Rúnarsdóttir, menntavísindasviði HÍ
  • Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Félagi fagfólks í frítímaþjónustu
  • Jakob Frímann Þorsteinsson, menntavísindasviði HÍ
  • Óskað hefur verið eftir skipun æskulýðsráðs á fulltrúa í nefndina