Rannsóknarstofa um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls ( RANNMÁL)
Markmið rannsóknarstofunnar er að efla og leggja stund á rannsóknir á námi og kennslu erlendra tungumála og íslensku sem annars máls.
Rannsóknarstofan er samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og mun stuðla að tengslum við önnur fræðasvið og hafa samstarf við innlenda og erlenda aðila um rannsóknir og önnur samskipti.

Rannsóknarstofa um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls (e. Centre for Research in foreign and second language learning) var formlega stofnuð í júní 2008.
Markmið rannsóknarstofunnar er að efla og leggja stund á rannsóknir á námi og kennslu erlendra tungumála og íslensku sem annars máls. Rannsóknarstofan er samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og mun stuðla að tengslum við önnur fræðasvið og hafa samstarf við innlenda og erlenda aðila um rannsóknir og önnur samskipti.
Markmið og hlutverk
- Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviðinu
- Vera samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og við fræðimenn annarra sviða
- Hafa samstarf og tengsl við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á sviðinu í samfélaginu
- Hafa samstarf við erlenda aðila um rannsóknir
- Veita nemum í framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknir og námsverkefni á vegum rannsóknarstofunnar
- Stuðla að því að yfirsýn fáist yfir rannsóknir á umræddu sviði, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna meðal annars með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi
- Veita ráðgjöf og aðra þjónustu á sínu sviði eftir því sem aðstæður leyfa
Starfsemi
Rannsóknarstofan getur veitt fræðimönnum á sviðinu tækifæri til að sinna hluta rannsóknarskyldu sinnar á vegum stofunnar. Hún getur ennfremur veitt rannsóknarhópum tækifæri til að starfa á sínum vegum.
Rannsóknarstofan birtir afrakstur rannsókna sinna opinberlega. Rannsóknarstofan fylgir reglum Kennaraháskólans um rekstur og rannsóknir, meðal annars um meðferð og varðveislu gagna og skjala. Hún gerir framkvæmdastjóra rannsóknarsviðs reglulega grein fyrir starfi sínu.
Rannsóknarstofan miðlar þekkingu og kynnir niðurstöður rannsókna á sviðinu m.a. með útgáfu skýrslna, handbóka og fræðigreina, auk ráðstefnu- og fyrirlestrahalds.
Forstöðumaður
- Michael Dal, lektor, michael@hi.is
Stjórn
- Samúel Lefever, lektor, samuel@hi.is
- Þórunn Erna Jessen, ernajes@hi.is
Myndbandagerð nemenda í tungumálakennslu (e. Digital videostreaming and multilingualism).
- Um er að ræða evrópskt samstarfsverkefni unnið undir Comenius-áætluninni. Verkefnið er til þriggja ára og unnið í samstarfi við Autonomous University of Barcelona, Kulturring Berlin, Talenacademie in Maastricht, Christ Church University í Canterbury, University of Pitesti í Rúmeníu og katalónskan grunnskóla.
Dýslexía og tungumálakennsla.
- Verkefnið er unnið í samstarfi við háskólann í Árósum og Kennaraháskólann í Salzburg.
Læsi og lesskilningur nemenda í dönsku sem erlent mál í grunn- og framhaldskóla.
- Norrænt samstarfsverkefni um nýsköpun í m.a. tungumálakennslu (d. Kreativitet, innovation og entreprenørskab i de nordiske uddannelser). Verkefnið er unnið í samstarfi við háskólann í Bodø í Noregi, háskólann í Umeå í Svíþjóð, háskólann í Tammerfors í Finnlandi og háskólann í Álaborg í Danmörku.
Rannsókn um kennsluefni í nágrannamál á Norðurlöndum og norræn mál sem erlend tungumál.
- Verkefnið er unnið í samstarfi við Høgskolen í Østfold (Noregi), Professionshøjskolen UCC (Danmark), Karlstad Universitet (Sviþjóð).
Staða enskukennslu í íslenska skólakerfinu.
Staða dönskukennslu í íslenska skólakerfinu.