Íslenskubrú yfir í kennslu- og uppeldisstörf
Íslenskubrú yfir í kennslu- og uppeldisstörf
40 til 60 einingar á skólaárinu 2022 - 2023
Íslenskubrú yfir í kennslu- og uppeldisstörf er sniðið þeim sem hafa íslensku sem annað tungumál og vilja efla íslenskukunnáttu sína og starfa í skóla eða frístundastarfi. Meginmarkmið námsins er að fjölga fagfólki af erlendum uppruna í íslensku menntakerfi og renna styrkari stoðum undir fjölmenningu í skóla- og frístundastarfi. Kennt er á íslensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.
Umsóknarfrestur 5. júní
Íslenskupróf 13. júní
Við mat á umsóknum verður tekið mið af starfsreynslu og íslenskukunnáttu.
Inntökuskilyrði:
Erlent ígildi íslensks stúdentsprófs eða sambærilegt próf. Nánari upplýsingar er að finna í 17. grein reglna um inntökuskilyrði í grunnnám nr. 331-2022. Auk þess þurfa stúdentar að standast lágmarkskröfur á inntökuprófi í íslensku. Færnikröfur miðast við Icelandic Online I og II sem opið er á Netinu (https://icelandiconline.com/). Nemendur þurfa að greiða skráningargjald við Háskóla Íslands sem er 75.000.- á skólaári.
Kennslufyrirkomulag
Nemendur sækja vikulega kennslustundir í námskeiðum í íslensku sem annað mál sem fara fram á Menntavísindasviði. Verkefnastjóri á vegum Menntavísindasviðs mun halda utan um nemendahópinn og veita ráðgjöf og stuðning. Lögð verður áhersla á að kynna íslenskt menntakerfi og grunnhugtök menntavísinda. Nemendum mun bjóðast að heimsækja starfsstaði og fá jafnframt leiðsögn um námsmöguleika að lokinni íslenskubrú.
Námskeið:
Tvö á haustmisseri
Tvö á vormisseri
Dæmi um námstækifæri að Íslenskubrú lokinni:
Nemendur sem ljúka Íslenskubrú hafa kost á að mennta sig frekar innan menntavísinda. Þeir geta til dæmis lagt stund á tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldis- og menntunarfræði, kennslufræði í grunnskóla eða kennslufræði í leikskóla.
Nánari upplýsingar í síma 525- 5950 og í tölvupósti mvs@hi.is
Námið er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs og Hugvísindasviðs.