OPIN NÁMSKEIÐ
OPIN NÁMSKEIÐ
Á Menntavísindasviði er boðið upp á opin námskeið (starfsþróunarnámskeið) á fjölmörgum sviðum menntavísinda. Ekki þarf að sækja um formlegt nám við Háskóla Íslands til að geta sótt um inntöku í þessi námskeið. Námskeiðin eru metin til eininga sé þeim lokið með tilskildum árangri og hægt er að sækja um að fá þau metin inn á námsleið sé vilji til frekara náms.
Opin námskeið eru ætluð fólki með háskólapróf sem vill sækja sér endurmenntun á háskólastigi
Skráning fyrir vormisseri 2023 stendur til 30. nóvember 2022
Lista yfir opin námskeið fyrir vormisseri 2023 má sjá hér fyrir neðan.
Umsókn og skráningargjald
- Sótt er um á umsóknarsíðu Háskóla Íslands.
- Umsóknarfrestur er til og með 20.júní 2022
- Skráningargjald er 55.000 kr. fyrir allt að tvö námskeið á misserinu.
- Hægt er að sækja um styrki t.d. frá Vonarsjóði KÍ. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins.
Athugið!
- Einstaklingar greiða að hámarki kr. 75.000 á skólaári. Þau sem fá inntöku í námskeið á haustmisseri 2022 greiða einungis kr. 20.000 fyrir allt að tvö námskeið á vor- og sumarmisseri 2023.
- Leyfilegt er að skrá sig að hámarki í tvö námskeið á einu misseri.
Námskeiðin eru öll einingabær, ýmist í grunn- eða framhaldsnámi og eru þau merkt G, M eða F
- Einstaklingar sem hafa lokið amk. 120 einingum í bakkalárnámi geta sótt um inntöku í G og/eða M námskeið.
- Einstaklingar sem hafa lokið fullgildri bakkalárgráðu geta sótt um öll námskeið á listanum (G, M og/eða F).
Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu við HÍ eftir 1981 þurfa hvorki að skila inn staðfestu afriti á pappír af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini. Allir aðrir eru beiðnir um að senda staðfest afrit af prófskírteini. Með staðfestum afritum er átt við ljósrit sem eru staðfest með stimpli í lit og með undirskrift frá viðkomandi skóla, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn.
Vakin er athygli á mikilvægi þess að nemendur kynni sér vel kennslufyrirkomulag hvers námskeiðs. Sömu kröfur gilda fyrir nemendur opnu námskeiðanna og almennra nemenda Háskóla Íslands hvað varðar verkefnaskil og mætingu.
Námskeið í boði vor 2023 - Skráning stendur til 30. nóvember
Barna- og unglingaleikrit með börnum fyrir börn
Lesið í skóginn og tálgað í tré
Barnabókmenntir fyrir yngri börn
Unglingsárin: áskoranir og tækifæri
Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur
Áhættuhegðun og seigla ungmenna
Félags- og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun
Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna
Frístundalæsi: Efling máls og læsis í gegnum leik og hálfformlegt nám
Kynbundið ofbeldi: forvarnir & fræðsla
Sértækt hópastarf í félags- og æskulýðsmálum
Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og samfélagsgreinar
Unglingsárin: áskoranir og tækifæri
Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur
Áhættuhegðun og seigla ungmenna
Félags- og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun
Heilbrigði og velferð- heilsueflandi samfélag
Kynbundið ofbeldi: forvarnir & fræðsla
Fagmennska, samstarf, félagsfærni og sjálfsefling
Menntun og kyngvervi: Orðræðan um drengi og stúlkur
Lýðræði, mannréttindi og bargaravitund barna og ungmenna
Íslenska og stærðfræði
Fagmennska, samstarf, félagsfærni og sjálfsefling
Unglingsárin: áskoranir og tækifæri
Menntun og kyngvervi: Orðræðan um drengi og stúlkur
Áhættuhegðun og seigla ungmenna
Félags- og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun
Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna
Ævintýri og ígrundun: Undir berum himni
Læsi, tungumál og stærðfræði
Tölvutengt tungumálanám- upplýsingatækni og kennsla erlendra tungumála
Máltaka grunnskólanemenda í dönsku
Frístundalæsi: Efling máls og læsis í gegnum leik og hálfformlegt nám
Náttúrugreinar og Heilbrigði
Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og samfélagsgreinar
Loftslagsbreytingar og menntun
Heilsuhegðun og fæðuval - áhrifaþættir og mótun
Eldur og ís- náttúruöflin, nám og upplifun
Önnur námskeið
Tölvutengt tungumálanám- upplýsingatækni og kennsla erlendra tungumála
Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og samfélagsgreinar
Loftslagsbreytingar og menntun
Unglingsárin: áskoranir og tækifæri
Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur
Áhættuhegðun og seigla ungmenna
Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna
Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum
Ævintýri og ígrundun: Undir berum himni * (takmarkaður fjöldi)
Staðartengd útimenntun * (takmarkaður fjöldi)
Eldur og ís- náttúruöflin, nám og upplifun* (takmarkaður fjöldi)
* Námskeiðið er kennt á sumarmisseri og er skráningarfrestur til 1. maí 2022
Nánari upplýsingar
![]() |
Katrín Valdís Hjartardóttir | Deildarstjóri | 5255911 | kava [hjá] hi.is |