OPIN NÁMSKEIÐ

Mynd
""

OPIN NÁMSKEIÐ

Á Menntavísindasviði er boðið upp á opin námskeið (starfsþróunarnámskeið) á fjölmörgum sviðum menntavísinda. Ekki þarf að sækja um formlegt nám við Háskóla Íslands til að geta sótt um inntöku í þessi námskeið. Námskeiðin eru metin til eininga sé þeim lokið með tilskildum árangri og hægt er að sækja um að fá þau metin inn á námsleið sé vilji til frekara náms. 

Opin námskeið eru eingöngu ætluð starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Umsækjendur eru beiðnir um að senda ferilskrá með umsókninni. 

Umsókn og skráningargjald 

  • Skráning á vornámskeið opnar 1. nóvember 2021. 
  • Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2021.
  • Skráningargjald er 55.000 kr. fyrir allt að tvö námskeið á misserinu.
  • Hægt er að sækja um styrki t.d. frá Vonarsjóði KÍ. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins

Athugið!

  • Einstaklingar greiða að hámarki kr. 75.000 á skólaári. Þau sem fá inntöku í námskeið á haustmisseri 2021 greiða einungis kr. 20.000 fyrir allt að tvö námskeið á vor- og sumarmisseri 2022.
  • Leyfilegt er að skrá sig að hámarki í tvö námskeið á einu misseri. 

Námskeiðin eru öll einingabær, ýmist í grunn- eða framhaldsnámi og eru þau merkt G, M eða F 

  • Einstaklingar sem hafa lokið stúdentsprófi geta eingöngu sótt um inntöku í G-námskeið.
  • Einstaklingar sem hafa lokið amk. 120 einingum í bakkalárnámi geta sótt um inntöku í G og/eða M námskeið. 
  • Einstaklingar sem hafa lokið fullgildri bakkalárgráðu geta sótt um öll námskeið á listanum (G, M og/eða F). 

Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu við HÍ eða a.m.k. 60 ECTS einingum eftir 1981 þurfa hvorki að skila inn staðfestu afriti á pappír af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini. Allir aðrir eru beiðnir um að senda staðfest afrit af prófskírteini. Með staðfestum afritum er átt við ljósrit sem eru staðfest með stimpli í lit og með undirskrift frá viðkomandi skóla, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn. 

COVID-19: Kennsla á öllum námskeiðum verður aðlöguð að samkomutakmörkunum hverju sinni.

Námskeið í boði haustið 2021 (Ath. Listi yfir vornámskeið verður aðgengilegur í lok október)

Fagmennska, samstarf, félagsfærni og sjálfsefling 

Börn sem þurfa sérstakan stuðning í námi (F)
Eflandi kennslufræði (M)
Einelti, forvarnir og inngrip (M)
Fjölmenningarsamfélag og skóli: Hugmyndafræði og rannsóknir (F)
Foreldrafræðsla: Mikilvægir þættir í menntun foreldra (F) Sjá forkröfur á síðu námskeiðsins
Jákvæð sálfræði og velferð (M)
Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (F)
Samtal um fagið – fjölmenning og skólastarf (G) Námskeið fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla af erlendum uppruna
Samþætting námsgreina, skapandi nám og teymiskennsla (F)
Sjálfbærnimenntun og forysta (F)
Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (F)
Virkni barna í skólastarfi - samþætting námssviða (F)
Þróunarstarf í menntastofnunum (F)

Læsi, Málfræði, Bókmenntir og Tungumál 

Barna- og unglingabókmenntir (G)
Sígildar sögur (M)
Málrækt og málfræðikennsla (M)
Mál og lestrarerfiðleikar (F)
Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (F) Námskeiðið er kennt á ensku
Fjölmenning og tungumálakennsla (G) Námskeiðið er kennt á ensku
Kennslufræði íslensku sem annars máls (F)
Danska sem erlent mál (G) Námskeiðið er kennt á dönsku

Náttúrugreinar og Heilbrigði

Kennslufræði lífvísinda (M)
Auðlindir Íslands. Nýting þeirra í fortíð, nútíð og framtíð (G)
Náttúra Íslands (G)
Erfðir og þróun (M)
Efni og orka í daglegu lífi (G)
Færni og fæðuval (M) ATH! Fjöldatakmörkun er í þetta námskeið. Þau sem hafa áhuga á þessu námskeiði skrái sig á biðlista hjá verkefnisstjóra starfsþróunar
Hugur, heilsa og heilsulæsi (M)

Önnur námskeið 

Rýnt í rauntalnamengið (M) Sjá forkröfur á síðu námskeiðsins
Samfélagsgreinamenntun (F)
Tölvuleikir, leikheimar og leikjamenning (G)

Drama techniques for language learning and classroom management (F)
Inclusive education and the irregular school and society (M)
Sustainability education and leadership (F) This course is taught both in Icelandic and English
Teaching language in the multicultural classroom (G)

Please contact Katrín Valdís Hjartardóttir (kava@hi.is) for information regarding registration and admission requirements. 

Nánari upplýsingar

Mynd af Katrín Valdís Hjartardóttir Katrín Valdís Hjartardóttir Verkefnisstjóri 5255911 kava [hjá] hi.is