Þjónusta starfsþróunar

Eitt meginhlutverk Starfsþróunar Menntavísindastofnunar er að veita þjónustu á fræðasviði uppeldis menntunar og þjálfunar.

Starfsþróun er ætlað að skapa vettvang fyrir miðlun þekkingar milli starfsmanna Menntavísindasviðs, annarra sérfræðinga á sviði uppeldis, menntunar og þjálfunar og þeirra sem starfa á vettvangi.

Stofnunin leggur sig fram um að veita þeim sem til hennar leita faglega þjónustu í samstarfi við fræðimenn á Menntavísindasviði og aðra þá sérfræðinga sem við höfum aðgang að.

Starfsþróun vinnur með fjölbreyttum hópi á vettvangi. Við vinnum einnig náið með starfsfólki Menntavísindasviðs og njótum sérþekkingar þeirra fræðimanna sem hér starfa við að koma til móts við þarfir skóla og stofnana vegna starfsþróunar og við að veita ráðgjöf.

Við vinnum með skólaskrifstofum sem leita til okkar eftir aðstoð við að útbúa starfsþróunarpakka fyrir starfsfólk. Einnig vinnum við með skólastjórum einstakra skóla. Fagfélög þeirra stétta sem við þjónum geta komið með hugmyndir að fræðslu og við reynum að koma til móts við þær óskir.

Markhópur okkar er stór, við viljum þjóna leiðbeinendum og kennurum á öllum skólastigum, þroskaþjálfum, tómstundafræðingum, stjórnendum og öðru starfsfólki sem starfar í þeim geirum sem Menntavísindasvið menntar.

 

Samstarf Menntavísindasviðs við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands og Skóla- og frístundasvið (SFS) Reykjavíkurborgar hafa gert með sér samning sem felur í sér að SFS greiðir fyrir skipulag og utanumhald sértækra námskeiða, auk ráðgjafar og leiðsagnar frá MVS til starfsstaða. MVS hýsir viðburði og kynnir starfsemi SFS á sviðinu. Má þar til dæmis nefna viðburði þar sem menntastefnan og áhugaverðar rannsóknarhugmyndir fyrir meistaranema eru kynntar. Einnig má nefna viðburði þar sem nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi eru kynnt. Starfsstaðir geta óskað eftir að fá fræðslu og ráðgjöf frá kennurum á menntavísindasviði með því að hafa samband við starfsthrounmvs@hi.is.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um samstarfið.

Image
""

  • Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur um innleiðngu menntastefnu Reykjavíkurborgar
  • Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur um sumarsmiðjur fyrir kennara
  • Skólastjórafélag austurlands um námskeið í heiltækri forystu
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið, KÍ og samband íslenskra sveitarfélaga um verkefnið Leiðtogar í heimabyggð í samstarfi við HA
  • Skólaskrifstofu Suðurlands um námskeið í skapandi ritun og stærðfræði
  • Skóla í Breiðholti í Reykjavík um fyrirlestraröð um grunnþætti menntunar
  • Skóla í Breiðholti um fyrirlestraröð um námssvið Aðalnámskrár
  • Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar vegna innleiðingar nýrrar aðalnámskrár

Nánari upplýsingar

Mynd af Katrín Valdís Hjartardóttir Katrín Valdís Hjartardóttir Deildarstjóri 5255911 kava [hjá] hi.is
No content has been found.